Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Side 49
47
eyri, sem þó höfðu ekki veikzt sjálfir, né veiktust síðar, en það á
ekki við um öll fyrstu tilfellin. En þegar veikin var komin á
nokkur heimili hér i bænum í byrjun janúar, var enginn vandi
að rekja nýju tilfellin milli heimila innan sömu fjölskyldu, vina
eða venzlamanna. Ómögulegt var að valdbjóða einangrun, þar sem
húsfreyjan var komin í rúmið og heimilið forsjárlaust, nema vinir
og vandamenn kæmu til hjálpar, enda smitberasmitun óhjá-
kvæmileg, eins og hér stóð á. Ef annað lijóna veiktist, slapp hitt
yfirleitt ekki.
5. Meðgöngutími. Það er aðeins i einstaka einangruðum tilfell-
um, sem hægt er að gera sér grein fyrir meðgöngutíma. Ég get hér
um 3 tilfelli: 1)12 ára drengur (sonur minn). Þetta var siðasta skráða
mænusóttartilfellið, raunar 20 döguin eftir hið næst síðasta, sem
hann hafði ekkert beint samband við. Pilturinn hafði haft maga-
verk í nokkra daga, en var hitalaus. Að kvöldi hins 17. maí versn-
aði vcrkurinn mjög með byrjandi „defence", án þess að hiti hækk-
aði, verkur mestur og eymsli yfir Mc. Burney’s punkti. Ég flutti
því piltinn upp á sjúkrahús, og var hann skorinn upp um kvöldið.
Botnlangi var gangrenös. Líðan var ágæt eftir uppskurðinn í 5
daga, hiti ekki hærri en 37,6° að kvöldi. Að kvöldi hins 23. maí
hækkar hiti skyndilega í 39°. Ekkert fannst athugavert í hálsi
eða lungum og litlir eða engir verkir. Fékk þá pensilín. Næsta
kvöld var hitinn yfir 40°. Hinn 25. mai kom fram lömun á öðrum
fæti með verkjum og skömmu síðar á hinum, og gat hann hvor-
ugan fótinn hreyft í 4 daga. Hélzt hiti alla þá daga jafn, yfir 39°.
Á 5. degi byrjaði hann að hreyfa tærnar, og féll þá hitinn jafn-
skyndilega sem hann hafði komið, niður í eðlilegan líkamshita.
Eftir % mánuð var pilturinn kominn á kreik, en var um 2 mán-
uði að fá fulla krafta í fæturna. Hér virðist mér vera um smit-
bera að ræða, þar sem eðlilegar varnir bila snögglega, og verður
nieðgöngutími 6 dagar, frá því að varnir bila og þangað til veikin
kemur í ljós. 2) 52 ára kona frá eyjörð í Djúpinu, hafði áður verið
magaveik. Hún kom í heimsókn til dóttur sinnar liér á ísafirði
1. marz, en dóttirin hafði haft létt einkenni mænusóttar, sem ekki
hafði verið gaumur gefinn, enda ekki farið í rúmið; konan gisti
hjá dótturinni og borðaði þá 7 daga, sem hún stóð hér við. Á 8.
degi fór hún heim til sín aftur, en veiktist 11. marz og lá rúm-
föst í 1 mánuð. Meðgöngutími 10 dagar. 3) 52 ára karlmaður,
eiginmaður fyrr nefndrar konu (nr. 2). Hann var á ísafirði um
sama leyti og konan, en gisti og borðaði annars staðar. Hann
kom heim til sín, daginn sem konan lagðist, 11. marz. Bóndinn
veiktist svo 28. marz, eða eftir 17 daga, og byggðu þó hjónin sömu
sæng.
6- fímalengd og smithætta. Ekkert verður fullyrt um tíma-
lengd smithættu, en þó virðist augljóst, að smitun geti farið
fram, áður en smitarinn veikist, enda kann svo að fara, að smit-
arinn veikist alls ekki, svo að eftir sé tekið, eða verði smitberi.
• Næmi og ónæmi. Faraldur þessi er aðallega frábrugðinn eldri
raænusóttarfaröldrum hér á landi í því, hversu margir fullorðnir