Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 55
53
26. Munnangur (stomatitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 26.
Sjúklingafiöldi 1940—1949:
1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949
Sjúkl........ 171 102 106 119 102 130 94 67 82 48
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfi. Nokkur tilfelli skrásett, aðallega í börnum.
ísafi. Nokkur dreifð tiifelli.
Hvammstanga. Nokkur tiífelli á ungbörnum, öll væg. Ekkert skráð
á mánaðarskrá.
Blönduós. í 2 börnum 2 ára, í 2 á 1. ári. Ekkert þeirra varð illa úti.
Dalvíkur. Allmörg tilfelli, aldrei færð á mánaðarskrár.
Akureyrar. Engra tilfella getið á mánaðarskrám lækna. Þó munu
hafa komið nokkur tilfelli þessa sjúkdóms, en öll það væg, að ekki
hefur þótt orð á gerandi.
Nes. Gerir lítið vart við sig.
Búða. Kom fyrir í 3 tilfellum (ekki skráð á farsóttaskrá). Auk þess
koniu oftlega fyrir smávegis skánmyndanir á gómi og tungu smábarna.
Djúpavogs. 4 eða 5 tilfelli með háum hita og vanlíðan (ekki skráð
ú farsóttaskrá).
Breiðabólsstaðar. 3 tilfelli (ekki skráð á farsóttaskrá) með háum
hita í ungbörnum. Mér gafst vel solutio hydrogenii peroxydi 2—3%.
27. Hlaupabóla (varicellae).
Töflur II, III og IV, 27.
Sjúklingafiöldi 1940—1949:
1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949
s.iúkl........ 245 133 337 516 328 299 374 351 492 435
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfi. Talsvert útbreidd fyrra hluta ársins.
Akranes. Hlaupabóla gerði nokkuð vart við sig fyrra misseri ársins.
Bíldudals. Stakk sér niður í júní og júlí og var fremur væg.
[safi. Nokkur dreifð tilfelli, fíest í desember.
, ■yur. Kom upp í barnaskólanum í Reykjanesi, og tóku 12 af 19
hornuni þar veikina. Útbreiðsla varð lítil út um sveitirnar í kring.
Hólmavíkur. Stakk sér niður á Hólmavík um mitt sumar, en var
Væg, og fæstir leituðu læknis og fáir skráðir.
Hvammstanga. Stakk sér niður lítillega.
Blönduós. Fengu 3 á sama bænum.
Sauðárkróks. Ekki munu allir, sem veikjast, koma til læknis. Talað
leíur vcrið um samband milli ristils og hlaupabólu. Bóndi framan úr
sveit kom til mín með ristil, og hálfuin mánuði síðar veiktust 2 ung
horn hans af hlaupabólu.
Hofsós. Allmörg tilfelli á fyrra helmingi ársins.
Akureyrar. Gerði dálítið vart við sig á árinu, en var þó aldrei veru-