Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Síða 56
54
lega útbreidd og í flestum tilfellum létt, þótt einstaka tilfelli væru
talsvert þung.
Vopnafj. Stakk sér niður á 2 bæjum.
Seyðisfi. Kom hér upp í október. Komst ekki að, hvar fyrstu sjúk-
lingarnir smituðust.
Nes. Varð vart síðara hluta árs í flestum mánuðum. Flestir í desem-
ber. Sum tilfellin allþung með miklum örum á eftir.
Breiðabólsstaðar. Systkini smituðust af föður sínum, sem hafði
haft ristil fyrir 3 vikum, eins og um getur í síðustu ársskýrslu.
Eyrarbakka. Nokkur tilfelli (ekkert skráð á farsóttaskrá).
Auk framangreindra sótta geta læknar um þessar bráðar sóttir:
Angina Plaut-Vincent: í Keflavíkurhéraði er á farsóttaskrá í maí
skráður 1 karhnaður, 20—30 ára.
Hepatitis epidemica: í Neshéraði er skráður á farsóttaskrá í september
1 karlmaður, 20—30 ára, með veiki, sem svo er kölluð, en einskis látið
getið, er réttlæti að telja faraldur að.
Mononucleosis infectiosa acuta: í Keflavíkurhéraði (e. t. v. á Kefla-
víkurflugvelli) eru skráðir 5 lcarlmenn, 20—30 ára, með sjúkdóm, er
svo er kallaður, 3 í febrúar og 2 í maí.
Psittacosis:
Vestmannaeyja. Ekki borið á veikinni. Gerðar ráðstafanir virðast
hafa borið fullan árangur. Marga langar í fýlungann, en ég held, að
lítið sem ekkert sé blótað á laun. Ég mun ekki þora að eiga hlut að
því, að slakað verði á ldónni í þeim efnum, fyrr en þá að fundið er
og farið verður að nota öruggt ineðal við veikinni, en góðar vonir eru
nú um það (aureomycín).
Sepsis: í Reykhólahéraði skráð á farsóttaskrá í júní 1 barn, 1—5 ára.
Tetanus:
Vestmannaeyja. Ekki gert vart við sig. Tetanusantitoxín jafnan
notað, þegar götuskítur lendir i sárum. Eg hef lítils háttar notað
tetanustoxoid í nokkur börn, og virðist þeim ekkert hafa orðið meint
af því, né því fylgt nokkur óþægindi fremur en diphtheritoxoid.
Variolois: Á farsóttaskrá i Eyrarbalckahéraði skráð 11 börn,
febrúar, 1—5 ára: 3 og 5—10 ára: 5, og 3 í október, 5—10 ára: 2 og 10-
ára: 1.
8 x
-15
Virusveiki: Því er nú farið að bregða fyrir, að á ýmsar torgreindar
sóttir sé skellt slíku heiti. í Rvík er skráður allmikill faraldur slíkrar
vafasóttar 4 fyrstu mánuði ársins og er á janúar-, febrúar- og apríl-
skrám nefnd virusveiki í taugakerfi, en á marzskrá virusenceph-
alitis. Eru alls skráðir 134 sjúklingar, í janúar 33, í fcbrúar 52, í nxarz
43 og í apríl 6. Sjúklingarnir flokkast eftir aldri og kyni sem her
segir: 10—15 ára: 2, 15—20 ára: karlar 6, konur 5; 20—30 ára.
karlar 14, konur 10; 30—40 ára: karlar 15, konur 15; 40—60 ára.
karlar 25, konur 23; yfir 60 ára: karlar 8, konur 11. Þó að hér kunm
að falla fleira en eitt undir, er vafalaust, að meginþorri þessara sjiik-
dómstilfella er hin alræmda Akureyrarveiki.