Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 57
55
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
Töflur V, VI, VII, 1—4, VIII, IX. og XI.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1—3.
Sjúklingafjöldi 1940—1949:
1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949
Gonorrhoea . 402 324 246 238 333 422 413 535 543 375
Syphilis .... 67 83 142 84 74 47 43 80 61 54
Ulcus vener. . 2 3 3 2 99 2 1 3 99 99
Skráðum lekandasjúldingum fækkar nú verulega.
Hér fer á eftir:
Skýrsla til landlæknis fyrir árið 1949
frá Hannesi Guðmundssyni húð- og kynsjúkdómalækni
í Reykjavík.
Gonorrhoea: Samtals komu til mín 244 sjúklingar á árinu með
þenna sjúkdóm, 74 konur og 170 karlar.
Eftir aldursflokkum skiptust sjúklingarnir þannig:
10 ára 10—15 ára 15—20 ára 20—30 ára 30—40 ára 40—60 ára
M. K. M. K. M. K. M. K. Samtals
1 „ 23 20 112 48 31 5 4 „ 244
Fylgikvillar voru með fæsta móti: prostatitis 5, epididymitis
salpingitis 3. Nálega allir sjúklingarnir hafa fengið ambúlant pensi-
hnlækningu. í stað pensilínvax, sem ég notaði síðast liðið ár, hef ég
ftu nær eingöngu notað prókaín-pensilín, venjulega 300 þúsund ein-
mgar, 2 daga i röð. Lyfið er duft, venjulega 300 þúsund eininga
skammtur í hverju glasi, og fylgir upplausnarvökvi með í sérstöku
hettuglasi. Hver skammtur er leystur upp, um leið og lyfið er gefið.
* eusilín í þessari mynd þolir geymslu við stofuhita og er mjög hand-
hægt í notkun.
. Syphilis: Alls leituðu mín 36 sjúklingar með þenna sjúkdóm á ár-
1Ru> þar af 2 útlendingar.
Sjúklingar þessir skiptust þannig eftir aldri og kyni:
10—15 ára 15—20 ára 20—30 ára 30—40 ára 40—60 ára
M. K. M. K. M. K. M. K. Samtals
Syph. prim. .. 1 1 „ 4 „ 1 „ „ „ 7
sec.... „ 22 67 24 42 29
Alls 1 32 10 7 34 42 36
-ú sjúklingar höfðu lokið lækningu og voru sero-f- í árslok. 8 höfðu
e^ki íulllokið lækningu sinni um áramót. 1 sjúklingur fluttist út á
and til lækningar þar. 1 sjúklingur fluttist af landi burt. 1 sjúklingur
vanrækti lækningu sína.