Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Qupperneq 62
60
Laxárdal, hafði haft eitlaberkla (skráð 1944), fékk nú spondylitis tbc.,
en við nánari rannsókn í Líkn fundust við ræktun bac. tbc. í maga-
vökva, einnig infiltröt í lungum. Báðar þessar konur eru nú á Vífils-
stöðum. Ég berklaprófaði öll skólabörn, og reyndust engin jákvæð, er
neikvæð voru í fyrra.
Reykhóla. 5 nýir berklasjúklingar á þessu ári, þar af 1 endurskráður.
Einn þessara sjúldinga reyndist vera með sinit, þ. e. B. J., 29 ára
bóndi. Hann veiktist skyndilega í byrjun júni, fékk ákafa baemoptysis
og háan hita. Tvíbýli er á heimilinu, i barn á hcimili B. J., en 3 á iiinu
býlinu. B. J. var nú þegar einangraður og börnunum komið í burtu.
Var hann svo fluttur að Vífilsstöðum, þegar er fært þótti. Reyndist
hann hafa cavernu í öðru lunga og var bacillær. Hann er nú á góðum
batavegi. — Svo virðist sem 3 börnin á bænum hafi smitazt af B. J.,
dóttir hans og 2 barnanna af hinu heimilinu. Þau reyndust öll Moro+,
6 vikum eftir að B. J. vciktist, enda 2 þeirra þá komin með hita og
orðin lystarlítil. Reyndar böfðu 2 elztu börnin af hinu heimilinu ekki
verið heima, er B. J. veiktist, og var því farið með þau til Reykja-
vikur og þau Calmette-vaccineruð þar, en þar eð annað þeirra fékk
hita það snemma eftir calmetteringuna, að álitið var, að hitinn
gæti ekki stafað af bólusetningunni, verður að álíta, að barnið hafi
smitazt af B. J. Börnin höfðu hitaslæðing i nokkrar vikur, en virðast
nú öll mjög vel frísk og eru því tekin af skrá nú um áramót. Þó mun
ég til frekara öryggis láta skyggna þau á komanda vori. Öryggisráð-
stafanir hafa verið gerðar, eftir því, sem tök hafa verið á, íbúð og
húsmunir sótthreinsaðir, eftir að B. J. fór að heiman, gerð Pirquet-
próf á heimilisfólki og á fólki af næstu bæjum, og kona B. J. send
til Reykjavíkur til skyggningar, en ekkert kom í ljós við þá athugun.
Auk þess gerði ég í haust Moropróf á öllum börnum í Geiradals- og
Reykhólahreppi, og reyndist ekkert barn Moro-j-, sem ekki hafði
verið það áður, nema þessi 4 börn frá bæ B. J., þau 3, sem smituðust,
og auk þess barnið, sem var Calmette-vaccinerað, en fékk ekki hita;
því er það von mín, að B. J. hafi ekki smitað meira út frá sér. Auk
þess er skráð 29 ára görnul kona; hún veiktist í vor af pleuritis
exsudativa. Hafði verið á skrá áður, þá með erythema nodosum. Hún
lá heima um 6 vikna tíma, þar eð ekki tókst að fá fyrir hana sjúkra-
húsvist. Var einangruð, eftir því sem hægt var, en hafði aldrei upp-
gang. Exsudatið var að þeim tíma liðnum nær því resorberað. Hún
fór þá til Reykjavíkur, gekk þar til læknis og fékk ljósmeðferð. Nú er
hún í Reykjavík við nokkuð góða heilsu. Er því tekin af skrá.
Patreksfj. 38 ára Norðmaður, búsettur hér, fékk tbc. pulm. og var
sendur á Vífilsstaði; fékk meningitis tbc. og dó úr þeim kvilla eftir
fárra daga legu.
Bíldudals. 22 ára kona skráð í ársbyrjun í 1. sinn með infiltrat og
byrjandi cavernu í vinstra lunga. Fór á Vífilsstaði 20. janúar, kom það-
an heim í júní og var blásin. Um haustið fékk hún pleuritis vinstra
megin eftir ofkælingu, fór aftur á Vífilsstaði og var þar um ára-
mót. 48 ára karlmaður skráður í desember. Fyrst skráður 1943 rneð
infiltrat og pleuritis hægra megin. Talinn albata 1944. 1 nóvember
í ár varð hann lasinn; fór hann þá til Reykjavíkur og lét skoða sig