Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 63
61
i Líkn. Sást þá litils háttar infiltrat í hægra lunga. Var síðan heima
Með hitaslæðing og vann ekkert. Um jólin fékk hann svo mikinn
blóðspýting og háan hita. Lá heima um áramót, en ráðgert að flytja
hann á Vífilsstaðahæli með fyrstu ferð.
Flateyrar. Árið varð enn áfallasamt af völdum berklanna. Veikt-
ist tvennt, svo að smithætta stafaði af, og fóru bæði á hæli, 22 ára
símamær frá Flateyri og sjómaður iir Súgandafirði. Ég hafði haft
hann grunaðan um berkla um nokkurt skeið, en hann gegndi illa
fyrirmælum. Þó fékkst hjá honum hráki til smásjárrannsóknar, en
reyndist neikvæður. Var honum þá skipað að fara til gegnlýsingar
á Isafjörð, en það trassaði hann lengi. Fór hann þó að lokum og var
sagður góður. Réðst hann nú til Grænlandsferðar og var þá, ásamt
félögum sínum, rannsakaður í Likn og reyndist hafa phthisis cavernosa.
Oldungis óvíst, hvað af þessu hefði hlotizt, en haming'ja var það, að
leiðangursmönnum varð bjargað frá slíku föruneyti. Eftir berkla-
Prófum að dæma virtist sveitin berklalaus. Á Flateyri fundust engar
nýsmitanir í börnunum, en í Súgandafirði tvær úr umhverfi áður-
nefnds pilts.
Bolnngarvíkur. Kona leggst í lungnatæringu, er send á ísafjarðar-
sPitala og deyr þar. Var heimilisfólk sent þangað til gegnlýsingar,
en reyndist heilbrigt. Eru margir allgrunsamlegir hér, margir gamlir
berklasjúklingar og eftirlit ónógt og erfitt.
fsafí. Alls komu á skrá á árinu 14 tilfelli, og er það sú langlægsta
Lda, sem hér hefur verið skráð nokkurt ár, síðan skráning hófst.
Berklaskráning hér komst hæst 1935 (214), féll síðan hratt fram
að stríðsbyrjun (80), stóð svo nærri því í stað fram að stríðslokum,
er hún byrjaði að falla hröðum skrefum aftur. Af þeim 14 sjúk-
nngum, sem skráðir voru á árinu, voru 7 nýir, 3 endurskráðir og
4 frá fyrra ári. 7 urðu albata á árinu, 3 fóru á Vífilsstaði, 1 fluttist
ur bænum, 2 dóu, og 1 dvaldist í héraðinu yfir áramótin. Þeir, sem
dóu, voru: 1) Kona úr Bolungarvík, sem flutt var hingað á sjúkra-
husið þungt haldin með berkla í báðum lungum, og lézt hún eftir
stutta legu. 2) Drengur, 1% árs gamall, héðan úr bænum með heila-
himnubólgu. 2 ættingjar þessa drengs höfðu verið berklaveikir, af-
mn og tengdasystir móðurinnar, og gat verið um báða þessa contacta
uÖ ræða, þótt þeir væru taldir smitfríir um þetta leyti. Streptomycín-
meðferð intralumbalt og systematisk kom ekki að gagni. Intrathecal
meðferð ekki reynd. 3 unglingar höfuð verið berklabólusettir, og var
aoeins 1 þeirra jákvæður við berklapróf. Berklajákvæð börn eru
heldur fleiri í ár en í fyrra, og kann það að mega skýrast með þvi, að
j Lonur, sem báðar voru á fótum, reyndust hafa smit um sumarið,
1 júní og júlí, og kunna að hafa verið búnar að vera smitandi í nokkra
manuði, þótt ekki væru þær áberandi veikar. Önnur konan var þess
utan handavinnukennari við skólann hér, og kann hún að hafa verið
huin að smita eitthvað, áður en skólar hættu um vorið. Kona þessi,
raunar hin líka, hafði áður verið berklaveik, en talin albata, er
hun kom að skólanum fyrir 2 árum, og alltaf undir eftirliti, sem eitt-
hvað mun þó hafa verið farið að slævast, þegar hér var komið.
Þetta getur verið manni lexía um, að vel beri að meta og vega allar