Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 68
66
Rvík: 1 (karl, 51 árs; aldur lians ranglega greindur í síðustu
Heibrigðisskýrslum, með því að ætlað var, að yngri sjúklingur af
tveimur, sem voru í Reykjavík utan spítala, hefði verið sá, er aftur
var tekinn í holdsveikraspítala, en það var hinn eldri þeirra).
Húsavíkur: 2 (karl, 68 ára, kona, 74 ára).
Laugarás: 1 (karl, 80 ára).
Læknir Holdsveikraspítalans i Kópavogi lætur þessa getið:
í ársbyrjun 1949 voru 8 sjúklingar á hælinu, 4 karlar og 4 konur.
Hefur einn karlmannanna lepra anaesthetica (nervosa), en hin
1. tuberosa (cutanea). Eru raunar öll með báðar tegundirnar (1. mixta).
Allt eru þetta fullorðnar manneskjur, hin vngsta fimmtug og hefur
verið 19 ár á spítalanum, en tvennt er yfir nírætt. Enginn dó á árinu,
og enginn bættist við, og eru því sömu 8 sjúklingarnir á hælinu i
árslok. Heilsufar og líðan elztu sjúklinganna litlu lakara en gerist
hjá svo gömu fólki. 3 karlmenn eru blindir af völdum holdsveikinnar,
en hitt hefur góða sjón. Eins og að undanförnu er oft leitað til augn-
lækna og hálslækna. Sjúklingurinn, sem var heimsendur 1942, býr í
Reykjavík og kemur til skoðunar við og við, en hefur engin merki um
recidiv, hvorki klíniskt né bakteríologiskt.
5. Sullaveiki (echinococcosis).
Töflur V—VI.
Sjúklingafíöldi 1940—1949:
1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949
Sjúkl........ 3 6 4 5 1 1 „ „ 2 5
Dánir ....... 2 6 8 3 5 2 2 1 1 1
Á mánaðarskrám eru 5 skráðir sullaveikir, en 1 er talinn dáinn-
Á ársyfirliti, sem borizt hefur úr öllum héruðum, eru greindir 25
sullaveikir, allt roskið fólk og margt fjörgamalt. Allt þetta fólk virð-
ist hafa eða hafa haft lifrarsulli. Allmargt sjúklinganna er ekki sulla-
veikt að öðru leyti en því, að það gengur með fistil eftir sullskurð.
Hér fer á eftir skrá um sullaveikissjúklinga þá, sem greint er fra
í ársyfirlitinu:
Rvik: 10 (karlar, 57, 73 og 75 ára, konur, 55, 68, 69, 71, 74, 78 og
84 ára). 3 sjúklinganna eru utanbæjarsjúklingar.
Borgarnes: 1 (karl, 69 ára).
Bolungarvíkur: 1 (kona, ekkja, aldur ekki greindur).
Hvammstanga: 1 (kona, 69 ára).
Dalvíkur: 4 (karlar, 69 og 80 ára, konur, 41 og 90 ára).
Eskiff.: 1 (kona, 76 ára).
Hafnar: 1 (kona, aldur ekki greindur).
Breiðabólsstaðar: 1 (kona, 82 ára).
Stórólfshvols: 1 (kona, 78 ára).
Selfoss: 1 (karl, 79 ára).
Laugarás: 1 (kona, 46 ára).
Keflavíkur: 2 (konur, 59 og 72 ára).
Að öðru leyti láta læknar þessa getið: