Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 69
67
Akranes. Ekki orðið vart á árinu.
Búðardals. Kona með fistil. Hennar getið í skýrslum undanfarinna
ára.
Hvammstanga. 1 roskin kona reyndist hafa gamlan kalkaðan lifr-
arsull (ekki á mánaðarskrá).
Dalvikur. 4 sjúklingar á skrá undanfarin ár, liinir sömu. Einn
þeirra kona um fertugt, hinn yngsti (hinir eru allir aldraðir og
reyndar sennilega albata) hefur verið undir eftirliti sjúkrahúslæknis
Akureyrar. Mun eigi vera læknuð enn af sjúkdómnum.
Seyðisfí. Hefur ekki orðið vart innan héraðs í yfir 20 ár.
Búða. Hundar hreinsaðir tvisvar á ári og gengið rikt eftir, að engan
hund beri undan. Báðir kjötmatsmennirnir hér á staðnum og eins
í Stöðvarfirði hafa haft vakandi auga á eyðingu sulla, ef fyrir hafa
komið. Hef grun um echinococcus hepatis i 78 ára konu, en hun fæst
ekki til að fara í sjúkrahús til uppskurðar.
Breiðabólsstaðar. Engir nýir sjúklingar. Sjúklingur sá, sem skráður
hefur verið með sull í hálsi og brjóstholi, lézt á árinu, 96 ára að aldri.
hegar farinn að sjást árangur af auknu eftirliti hundahreinsunar-
manna. Sást nú varla sullur í lambfé, þar sem áður hafði borið mikið
á slíku, einkum í einum hreppi, þar sem hundahreinsun hafði verið
talsvert ábótavant.
Stórólfshvols. 1 kona í Fljótshlíð, 78 ára, með sulli í lifur, segist
hafa verið sullaveik í uppvexti.
6. Geitur (favus).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjöldi 1940—1949:
1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949
Sjúkl......... 2 2 „ 1 2 1 1
Um geitur er ekki getið á árinu.
7. Kláði (scabies).
Töflur V, VI og VII, 4.
Sjúklingafíöldi 1940—1949:
1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949
Sjúkl......... 1531 1569 828 645 460 385 367 316 209 200
Læknar láta þessa getið:
Hnfnarfí. Lítið bar á þessum kvilla á árinu.
Dlafsvikur. Aðeins vart.
Búðardals. Allmörg tilfelli. Hefur reynzt mjög erfitt að útrýma
honum.
Beykhóla. Kom upp á 2 bæjum í sveitinni. Ekki veit ég um uppruna
hans, en þessi leiði kvilli virðist hafa legið niðri undanfarin ár. Kláða-
meðul voru notuð, og, að því er virðist, með árangri.
Bíldudals. Ekki orðið vart við kláða i ár.