Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 84
82
12. Cystitis.
Grenivíkur. Nokkuð bar á þessum kvilla, og leituðu mín alls 9
sjúklingar.
Vopnafi. 2 tilfelli.
13. Diabetes.
Hólmavíkur. 3 sjúklingar. 2 þeirra, gamall maður og miðaldra bóndi,
nota insúlín að staðaldri. Hinn 3. bættist við á árinu, 12 ár drengur,
sem ég var sóttur til í snjó og ófærð í maímánuði langan veg fram
í Staðardal. Er þangað kom, var drengurinn í praecoma, hálfmeðvit-
undarlaus, með Kussmaulsöndun; þvag hafði ekki komið undanfar-
inn sólarhring nema um 30 g og var þykkt af blóði. Acetonlyktin
mætti manni í bæjardyrunum og vakti grun um sjúkdóminn. Komið
var í hann um 2 lítrum af natrónvatni á næstu 2 tímum, meðan ég fór
sem skjótast til Hólmavíkur til að athuga þvagið og sækja insúlín,
sem ég hafði ekki i tösku minni. Eftir endurteknar ríflegar insúlín-
gjafir með glucosu hresstist drengurinn, svo að hægt var að flytja
hann næsta dag til Hólmavíkur. Síðar var honum komið á Lands-
spítalann, þar sem hann dvaldist í 4 mánuði, en er síðan heima og
notar insúlín.
Dalvikur. 1 sjúklingur í héraðinu, kona á sjötugsaldri. Dó á árinu.
Iiópaskers. Ung stúlka á Hólsfjöllum hefur sykursýki og notar stöð-
ugt insúlín. Hefur verið veik i mörg ár.
Nes. 1 sjúklingur, öldruð kona, notar stöðugt insúlín. 14 ára stúlka
kvartaði um einkenni, sem bentu á diabetes. Sykur í þvagi (marg-
endurtekin próf). Var send á Landsspítalann, sett þar á insúlín og við-
eigandi mataræði. Tekur nú insúlín daglega og er góð til heilsu.
Búða. Nú brá svo við, að sá af 2 sjúklingum hér með diabetes melli-
tus, sem aldrei hefur viljað taka insúlín, veiktist hastarlega, 71 árs
kona með arteriosclerosis á háu stigi, RR 240/125. Þegar ég kom á
vettvang, var hún í coma, og reyndist afarerfitt að koma henni á réttan
kjöl. Fær nú 7 strik tvisvar sinnum á dag (insulin-zink-protamin)
og strangan diæt. Hefst nú sæmilega við. 76 ára kona fær skyndilega
sykursýkiseinkenni og reyndist vera með mikla glycosuria. Var sett a
strangan diæt án insúlíngjafar til reynslu. Eftir 2 mánuði hurfu öh
einkenni.
Vestmannaeijja. Engin ný tilfelli.
14. Eczema.
Bolungarvíkur. Eczema ekki ótíð.
Árnes. Aldraður maður. Mjög útbreitt á útlimum, en mest um liða-
mót. Eigi bati, en árangur meðferðar sæmilegur.
Hvammstanga. 4 tilfelli.
Blönduós. Leiður kvilli og talsvert tíður.
Hofsós. Allalgengur og hvimleiður sjúkdómur, sem virðist fara vav-
andi og liggur sums staðar greinilega í ættum.
Grenivikur. Frekar algeng.
Iíópaskers. Eczema og ýmiss konar útbrot, sem virðist af allergiskum
uppruna, mjög algeng, en engin þung tilfelli.