Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 86
84
19. Erysipeloid.
Bolungarvíkur. Erysipeloid algengt á haustin.
ísafj. Fáein tilfelli í sláturtíðinni. Á mánaðarskrá í október 4.
Hvammstanga. 2 sjúklingar. Euflavínlausn 1:1000 í spíritus reyndist
vel.
Sauðárkróks. 3 sjúklingar skráðir.
Hofsós. 6 tilfelli um haustið. Öllum sjúklingunum nema einum
batnaði þegar í stað, er þeir voru penslaðir einu sinni með sol. chromi
trioxydi 10%, og jafnframt voru gefnar 400000 I. E. af procaín-pensilíni
í olíu intramusk. í eitt skipti. Eitt tilfellið var nokkuð þrálátt, þrátt
fyrir sömu meðferð.
Grenivíkur. 5 tilfelli koniu fyrir á árinu, 2 frá sama heimilinu.
Breiðumýrar. 7 tilfelli á mánaðarskrá í október.
Búða. Enn sem fyrr nokkur tilfelli að haustinu.
Djúpavogs. Sést hér alloft í sláturtíðinni. Bezt reynist solutio
chroini trioxydi 5—10%, en pensilín mun einnig lækna þetta vel. Ég
held, að súlfalyf verki ekkert.
Iiafnar. 1 tilfelli á mánaðarskrá í marz.
Vestmannaegja. Strjálingstilfelli. Veit um 8 sjúklinga. Einkum á
haustin og vertíð frá hráæti, kjöti og fiski, Iegnu og úldnu. Pensilín
læknar veikina fljótt og betur en öll önnur lyf, sem ég hef reynt.
20. Furunculosis, panaritia, abscessus etc.
Búðardals. Furunculosis 6, panaritia 1, abscessus 4.
Bíldudals. Frernur lítið um þessa kvilla í ár. Læknast fljótt með hjálp
súlfalyfja og pensilíns.
Flategrar. Furunculosis, panaritia og aðrar bólgur með minnsta
móti á þessu ári, allt þægt og tilhreytingalaust.
Bolungarvikur. ígerðir algengar, einkum yfir vertíðina.
Árnes. Fingurmein algeng á sjómönnum og síldarfólki, en enginn
sjúklingur með alvarlegt tilfelli. Abscessus pulmonum: 1 tilfelh.
Pensilínmeðferð. Vafasamur árangur. Sjúklingurinn sendur á hand-
læknisdeild Landsspítalans.
Hólmavíkur. Furunculosis 20 sjúklingar, panaritia 11, oftast eftir
krókstungur hjá sjómönnum, aðrar hólgur og ígerðir 14.
Hvammstanga. Furunculosis 2, hidrosadenitis 1, panaritia 4.
Grenivíkur. Frekar lítið var um graftarígerðir og engin slæm fingur-
mein.
Kópaskers. Nokkuð bar á þessum kvillum, en flest voru tilfelhn
létt. Þó fékk einn maður slæmt panaritium.
Vopnafj. Panaritium subepidermoidale & subunguale 6, pustulae
digitorum 6, colli & nasi 4, furunculus 27, absccssus 6, phlegmone 1>
lymphangitis & lymphadenitis 12, parulis 1, hordeolum 5.
Búða. Mikill fjöldi þessara sjúkdóma. Margir með lymphangitis og
lymphadenitis. I þeim tilfellum næstum alltaf gefið súlfadíazín i
stórum skömmtum og alltaf með ágætum árangri. Hef ekki haldið þess.lJ
saman til framtals. 48 ára kona fékk smábólu á hægra handlegg, rei
ofan af henni og kreisti. Nokkrum stundum síðar byrjaði handlegg-
urinn að bólgna, og samtímis fóru að koma smákýli á víð og drei