Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 90
88
37. Neurasthenia.
Árnes. Taugaveiklun er tíð kvörtun fólks, sem er ura og yfir 30
ára aldur; ýmist eru hjarta-, heila- eða allar líkamstaugar ónýtar,
og svo er meðal við hverri taug. Mín skoðun er sú, að hér sé oft um
óljós einkenni að ræða og sjúkdómsgreiningu, og væri betra að nota
gamla orðið „gigt“, ef það er nauðsynlegt að gefa þessu nafn, því
að taugaveiklunardiagnosis gerir meira skaða en gagn.
Vopnajj. Neurosis cordis 3.
Breiðabólsstaðar. Taugaveiklun lítið áberandi.
38. Otitis media.
Flateyrar. Varð nokkuð vart á síðast liðnu hausti.
Árnes. 2 tilfelli. Annað batnaði vel við pensilínmeðferð, en í hinu til-
fellinu var gerð myringotomia með fullum bata.
Grenivíkur. 4 tilfelli.
Vopnafi. 4 tilfelli.
39. Oxyuriasis.
Reijkhóla. Alltaf nokkur tilfelli, aðallega í börnum, þó með minna
móti í ár.
Bíldudals. Gætir nokkuð í krökkum. Gentianviolet látið við kvill-
anum og reynist vel.
Flateyrar. Stöðugt recidiverandi í sömu fjölskyldum.
Hvammstanga. Ekki óalgengur kvilli í börnum, jafnvel fullorðnuni
líka (konum). 10 sjúklingar leituðu læknis.
Hofsós. Nokkur tilfelli.
Grenivíkur. Varð lítið var við þenna kvilla. Þó virðist hann haldast
við á einu heimili, og hefur gengið illa að útrýma honum alveg fram
að þessu.
Kópaskers. Nokkuð algengur kvilli hér.
Nes. Algengur kvilli, einkum í börnum.
Búða. Nokkur tilfelli koma fyrir árlega, einkum meðal barna og
unglinga, en einnig meðal fullorðinna.
Djúpavogs. Talsvert mikið um þann kvilla hér, og gagnar lítið að
taka einn einstakan fyrir til lækningar, heldur verður að lækna allí1
hlutaðeigandi fjölskyldu, ef að haldi á að koma.
Breiðabólsstaðar. Mun enn vera til, þó að tekizt hafi að útrýma
honum á sumum hæjum.
Víkur. Allmörg tilfelli.
Vestmannaeyja. Algengur kvilli í börnum og fullorðnum. Hreinlæú
víst bezta ráðið. Santonín eða gentíanviolet gagna oft lítið.
40. Paralysis agitans.
Flateyrar. Progredíerandi í aldraðri konu.
Sauðárkrólcs. 1 kona miðaldra.
Vopnafi. 2 tilfelli.
Búða. Sama kona sem undanfarin ár. Hefur síðast liðið misseii
fengið tablettae Parpanit fort. og lætur mjög vel af.
Breiðabólsstaðar. 1 aldraður sjúklingur.