Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 91
89
41. Paresis nervi facialis.
Búðardals. 1 tilfelli.
42. Phimosis.
Flateyrar. 1 tilfelli.
43. Pneumoconiosis.
Borgarnes. Kona héðan dó í Reykjavík úr pneumoconiosis. Var búið
að vera invalid í nokkur ár. Veit ekki, hvort diagnosis hefur verið
staðfest með sectio.
Stórólfshvols. Heymæði, oft samfara asthma, er mjög þrálátur og
erfiður kvilli, sem hér er algengur yfir vetrarmánuðina, sérstaklega
í rosknum bændum, og það svo, að sumir þeirra eiga erfitt með að
stunda búskap vegna kvillans. Dæmi eru til þess, að menn bregði búi
og flytjist burtu af þessum sökum. Ýmislegt er reynt til úrbóta; hjálpar
það í ýmsum tilfellum, en ekki öllum, eins og gengur.
44. Rheumatismus.
Hólmavtkur. 80 sjúklingar leituðu mín alls 223 sinnum með
ýmiss konar gigt.
Vopnafj. 41 tilfelli.
Breiðabólsstaðar. Gigt af ýmsu tagi mjög algeng. 8 sjúklingar með
arthritis deformans, aðrir með vöðva- og taugagigt.
45. Sclerosis disseminata.
Búða. Sömu sjúklingar sem áður. Líðan þeirra að mestu óbreytt.
Vestmannaeyja. Kona með þenna sjúkdóm var hér á sjúkrahúsinu,
en fór á Landsspítalann og er þar nú.
46. Sclerosis lateralis amyotrophica.
Sauðárkróks. 1 sjúklingur.
47. Situs inversus totalis.
Búða. Síðast liðið ár gat ég um lítinn dreng með dextro-cor. Var
hann síðar sendur á Landsspítalann til nánari rannsóknar. Við þá
rannsókn kom í ljós, að hann hafði situs inversus totalis. Honum
fer rnjög vel fram.
48. Stenosis pylori.
Sauðárkróks. 1 ungbarn. Batnaði á 2—3 mánuðum.
49. Struma.
Sauðárkróks. 4 konur skráðar.
50. Tentamen suicidii.
Blönduós. Kona héðan úr héraðinu, nú búsett í Reykjavík, kom
hingað í sumarleyfi og hafði með sér sublímattöflur, sem hún tók
nin í þvi slcyni að stytta sér aldur. Þetta áform mistókst, en hún
fékk allmiklar „etsanir“ í vélindað. Hafði hún áður verið með melan-
cholia, en virtist nú vera orðin laus við hana.