Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Síða 93
91
Vopnafi. 3 tilfelli.
Búða. Talsverð brögð að þessum kvilla hér, og hefur svo verið,
síðan ég kom hingað.'
Vestmannaeyja. Strjálingstilfelli, einkum á hörnum.
56. Varices & ulcera cruris.
Búðardals. 5 tilfelli.
Bíldudals. Nokkuð um þenna kvilla hér. Var vitjað til tveggja sjúlc-
linga með fótasár; hafði annar fengið thrombophlebitis með háum
hita og batnaði við pensilín.
Flateyrar. Með minna móti á árinu.
Hvammstanga. 6 sjúklingar, 3 skornir upp (high ligation of v.
saphena). Á einum dælt í hnútana (sodium morrhuate).
Blönduós. Æðahnútar eru ekki óalgengir, og var 1 karlmaður tekinn
til skurðaðgerðar, gerð resectio venae saphenae í nárunum og um
hnén og siðan dælt inn morrhuatlausn.
Grenivíkur. Alltaf töluvert um þenna kvilla, mest í konum. Eina
varanlega bótin er skurðaðgerð.
Vestmannaeyja. Einkum á konum, sem gengið hafa með börn og
uni mcðgöngutímann. Einnig á körlum, sem unnið hafa erfiðisvinnu.
Eczema oft samfara sjúkdómnum.
57. Varicocele.
Sauðárkróks. 1 tilfelli.
D. Kvillar skólabarna.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa borizt úr öllum læknishéruðum
uema 2 (Kleppjárnsreykja, vegna fráfalls héraðslæknis, og Hesteyrar,
þar sem ekkert skólahald mun hafa verið) og ná til 13904 barna.
Af þessum fjölda barna voru 3 talin svo berklaveik við skoðun-
ina, að þeim var vísað frá kennslu, þ. e. 0,2%c. Önnur 52, þ. e. 3,7%e,
voru að vísu talin berklaveik, en leyfð skólavist.
Lús eða nit fannst í 589 börnum, eða 4,2%, og kláði á 8 börn-
um í 4 héruðum, þ. e. 0,0%c. Geitur fundust ekki í neinu barni, svo
að getið sé.
Við skoðunina ráku læknar utan Reykjavíkur sig á 81 af 9013
börnum með ýmsa aðra næma kvilla, þ. e. 0,9%. Skiptust kvillar
þeirra, sem hér segir:
Angina tonsillaris....................... 17
Catarrhus respiratorius acutus .......... 55
Herpes zoster............................. 1
Impetigo contagiosa ...................... 6
Rhinitis acuta ........................... 2
Samtals 81