Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Qupperneq 99
97
E. Aðsókn að læknum og sjúkrahúsum.
Um tölu sjúklinga sinna og fjölda ferða til læknisvitjana, annað
hvort eða hvort tveggja, geta Íæknar í eftirfarandi 18 héruðum:
% af
Tala héraðsbúum Ferðir
Ólafsvíkur ca.116
Búðardals 365 30,2 100
Bíldudals . . . . — 11
Árnes 200 49,1 37 (frá 1. febrúar)
Hólmavíkur .. . . . ... 1275 99,4 88
Hvammstanga . 765 82,8 80 (frá 20. maí).
Blönduós . . . . — 109
Sauðárkróks ... .... 2440 101,2 106
Hofsós 219
Ólafsfj 870 92,5 —
Akureyrar .... 7080 71,3 412
Grenivíkur . . .. , 888 186,2 93
Kópaskers — 80
Vopnaf j .... 760 112,9 57
Seyðisfj . ... 1720 188,0 —
Djúpavogs — 52
Breiðabólsstaðar 458 60,3 70
Stórólfshvols ... ca. 2000 73,8 ca.400
Samkvæmt þessu nemur meðalsjúklingafjöldi í héruðum þessum
á árinu (í Árnes- og Hvammstangahéruðum umreiknaður til heils árs)
83,1% af íbúatölu héraðanna (á fyrra ári 89,9%). Fjöldi læknisferða
á árinu nemur til uppjafnaðar 126,9 (106.1).
Á töflum XVII og XVIII sést aðsókn að sjúkrahúsum á árinu.
Legudagafjöldinn er lítið eitt meiri en árið fyrir: 427182 (419072).
Koma sem fyrr 3,1 sjúkrahúslegudagar á hvern mann í landinu (1948:
3,1), á almennu sjúkrahúsunum 1,7 (1,7) og á heilsuhælunum 0,75
(0,73).
Sjúkdómar þeirra sjúklinga, sem lágu á hinum almennu sjúkrahús-
uni á árinu, flokkast þannig (tölur síðasta árs í svigum):
Farsóttir......................... 3,3 % ( 3,1 %)
Kynsjúkdómar ..................... 0,5— ( 2,0—)
Berklaveiki....................... 2,0 — ( 2,3 —)
Sullaveiki ....................... 0,0— ( 0,1—)
Krabbamein og illkynjuð æxli...... 2,6— ( 2,6—)
Fæðingar, fósturlát o. þ. h....... 19,3— (13,6—)
Slys ............................... 7,5— (7,2—)
Aðrir sjúkdómar .................. 64,8— (69,1—)
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Hcifnarfj. Fólk kemur oft til læknis hér og kallar oft á lækni. Ferðir
fáar og stuttar, aðallega á Álftanesið og suður í Hraun. Aðsókn að
sjúkrahúsi St. Jósephssystra alltaf mikil.
13