Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 104
102
sjúklingum, sem taldir eru með hornhimnubólgur. Sjúkdómurinn
mátti heita nýlega um garð genginn í öllum. 1 þeirra var hjá mér
til lækningar í fyrra vor vegna ulcus serpens, er hann fékk eftir
meiðsli á auganu, hinir báðir með keratitis scrophulosa. Þetta voru 2
ungir piltar, frændur af ætt þar í héraðinu, sem raunar er kunn fyrir
það, hve augnberldar eru tíðir í henni. Mér er samt ekki kunnugt uin,
að lungnaberldar hafi verið tíðir hjá frændliði þessu, sem flestallt er
dugmikið og hraust að öðru leyti. Enginn meira háttar augnaupp-
skurður var framkvæmdur í ferðalaginu.
4. Sveinn Pétursson.
í Vík í Mýrdal var dvalizt 19. júní og skoðaðir 16 sjúklingar. Á
Stórólfshvoli 20. júní og skoðaðir 14 sjúklingar. í Vestmannaeyjum
frá 23. júní til 1. júlí og skoðaðir 130 sjúklingar. Á Breiðabólsstað
á Síðu 10. september og skoðaðir 19 sjúklingar. Á öllum þessurn
stöðum voru í miklum meira hluta sjúklingar með sjónlagstruflanir
alls konar og bólgur í ytra auga, er fengu viðeigandi meðferð. í Vest-
manneyjum voru stílaðir með sæmilegum árangri 8 sjúklingar vegna
táragangsþrengsla. Á Breiðabólsstað á Síðu fann ég 2 sjúklinga með
byrjandi glákublindu (glaucoma simplex), og fengu þeir pilocarpín.
Aðrir nýir glákusjúklingar fundust ekki.
IV. Barnsfarir.
Töflur XII—XIV.
Á árinu fæddust samkvæmt tölum Hagstofunnar 3884 lifandi og
67 andvana börn.
Skýrslur ljósfnæðra geta fæðinga 3886 barna og 55 fósturláta.
Getið er um aðburð 3826 barna, og var hann í hundraðstölum,
sem hér segir:
Höfuð bar að:
Hvirfil . . 93,3 %
Framhöfuð 2,2 —
Andlit 0,5 — 96,0 %
Sitjanda og fætur bar að:
Sitjanda .. 3,0 %
Fót 0,8 — 3,8 %
Þverlega 0,2 —
70 af 3881 barni telja ljósmæður fædd andvana, þ. e. 1,8% —
Reykjavík 42 af 1857 (2,3%) — en hálfdauð við fæðingu 37 (1,0%)-
Ófullburða telja þær 217 af 3856 (5,6%). 10 börn voru vansköpuð,
þ. e. 2,6%0.