Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 110
108
19 ára frumbyrja. Ault þess sem hér um getur, komu í sumum til-
fellum stærri eða minni spangarsprungur, sem saumaðar voru saman
án þess að valda nokkrum complicationum.
Grenivíkur. Allar fæðingar gengu vel, og konum heilsaðist vel.
Iíópaskers. Fæðingar gengu vel. Pitúitrín gefið við 2 fæðingar vegna
linrar sóttar. Ljósmæður geta ekki fósturláta, og mér var ekki kunn-
ugt um neitt á árinu. Öllum sængurkonum og börnum þeirra heils-
aðist vel. Kona, sem hafði tvisvar áður fætt með mjög miklum erfiðis-
munum, fór til Reykjavíkur til að fæða i þriðja sinn. Tók hún jóð-
sótt á leiðinni, en komst þó í fæðingardeild Landsspítalans, og var þar
gerður keisaraskurður, en barnið náðist ekki lifandi.
Vopnafí. Læknis vitjað til 4 sængurkvenna á árinu. Fæddu allar
sjálfkrafa. Fengu 3 þeirra pitúitríninnspýtingu og ein lítils háttar
chloroformdeyfingu. Konunum heilsaðist öllum vel. 1 barnið fæddist
rúmum mánuði fyrir tímann og var pasturslítið. Ekki bar á neinu með
það, er læknir fór á brott, en það leið út af daginn eftir.
Bakkagerðis. Á árinu fæddu 6 konur. Allar fæðingar gengu vel,
nema hjá einni primipara, sem þurfti að sækja lækni til. Var um and-
litsfæðingu að ræða og barnið tekið með töng. Konan fékk lítils háttar
hita í sængurlegunni og er á farsóttaskrá talin hafa haft barnsfar-
arsótt. Annars heilsaðist öllum mæðrum og börnum vel.
Seyðisfi. I Seyðisfjarðarljósmóðurumdæmi ólu 22 konur börn. Einir
tvíburar fæddust og 1 andvana barn. 10 af þessum konum fæddu í
sjúkrahúsinu. Læknir þurfti að hjálpa við 5 fæðingar, 4 sinnum vegna
hríðaleysis — pitúitrín nægði í öllum tilfellum — og einu sinna vegna
fastrar fylgju, sem þrýst var út. Bæði mæðrum og börnum heilsaðist
vel. í Loðmundarfirði fæddist ekkert barn á árinu, en 2 af ofanskráð-
um konum voru þaðan; komu þær hingað til að ala börnin vegna
veikindaforfalla ljósmóðurinnar þar. Engin fósturlát varð ég var við.
Aldrei farið fram á fóstureyðingar.
Nes. 32 sinnum vitjað til sængurkvenna. Tilefnið alltaf ósk um
deyfingu eða sóttleysi, nema í 4 skipti fjarvist ljósmóður. Engar
complicationes við fæðingarnar. Var kvaddur til 6 fósturláta. Þurfti
aðeins einu sinni að gera abrasio vegna blæðinga. Aðstaða var afar-
slæm, en ltonunni heilsaðist vel.
Búða. Vitjað til 13 sængurkvenna. Tilefnið eins og undanfarin ár
l jósmóðurleysi. 1 barn dó ca. sólarhring fyrir fæðingu. 4 sinnum þurfti
að herða á sótt. Fyrir komu 2 fósturlát.
Djúpavogs. Oftast var ekki neitt sérstakt að, nema þá stundum lin
sótt. í eitt skipti náðist ekki til ljósmóður í tæka tíð, og var ég sóttur.
í annað skipti þurfti ég að taka konu til mín. Var hún með hydramnion,
hafði orðið fyrir slíku áður og var þá send til Reykjavíkur. Fullyrti
konan, að hún væri búin að hafa mánuð yfir venjulegan meðgöngu-
tíma. Sprengdi ég belgi, og fór þá fæðing að ganga eftir stuttan tíma.
Fæddi konan eftir ca. 6 tíma heilbrigt barn, og heilsaðist báðum vel.
Fósturlát 3. Eitt þurfti aðgerðar við vegna retentio placentae og
mikilla blæðinga. Átti þar í hlut 30 ára multipara.
Breiðabólsstaðar. Konur fara flestar á fætur á fyrsta degi sem fyrr,
þ. e. a. s. eru látnar stíga í fæturna fyrsta daginn. Þetta virðist gefast