Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Qupperneq 113
111
dextrae: 17 ára piltur datt á skiðum og fótbrotnaði; malleoli medialis
dextri: 16 ára piltur var að stökkva á skíðum og datt; colli femoris
sinistri: 54 ára kona datt á svelli; costarum cum haemopneumo-
thorace: 27 ára sjómaður slasaðist á togara úti á Halamiðum, toghleri
snerist til og slóst á brjóst sjómannsins, og klemmdist hann upp við
gálgann. Dilaceratio femoris sinistri: 31 árs enskur sjómaður slasaðist
úti á Halamiðum. Var við vinnu á þilfari á togara í vondu veðri. Lenti
þá vír á vinstra fæti hans og klippti hann af, handarbreidd ofan við
hnéð. Skipstjórinn setti Esmarch-bindi ofan við áverkann; samt missti
sjúklingurinn mjög mikið blóð. 5 klukkustundir liðu, frá því að slysið
varð og þangað til sjúklingurinn kom á sjúkrahúsið. Þann tíma lá
sjúklingurinn á þilfari skipsins undir hvalbaknum í slæmu veðri.
Skipstjórinn hafði stráð mjöli á sárflötinn til að draga úr blæðingunni.
Var sjúklingurinn aðframkominn af vosbúð og blóðmissi, þegar hann
kom á sjúlcrahúsið. Fékk hann blóðgjöf, áður en gerð var amputatio
femoris. Daginn eftir fékk sjúklingurinn aftur blóðgjöf og saltvatns-
og glucose-injectionir og smáhresstist síðan. Fract. pollicis sinistri:
32 ára enskur sjómaður, járnbolti féll á þumalfingur vinstri handar;
nialleoli medialis sinistri: 35 ára sjómaður var við vinnu á þilfari á
togara, slóst stroffa á vinstra fót honum og klemmdi hann upp við borð-
stokk. Dilaceratio digitorum II—V manus sinistrae: 24 ára þýzkur sjó-
maður var að vinna við fiskveiðar á togara, lenti með vinstri hönd i
togvír, og klemmdist höndin milli vírsins og spilsins, þannig að 4 fing-
ur klipptist alveg af rétt fyrir ofan liðamótin milli 1. og 2. phalanx.
Fingurnir héngu aðeins á sina- og húðtætlum. Fractura cruris sinistri:
56 ára sjómaður var að vinna á þilfari á togara; varð fyrir þungu höggi
á vinstra fót, sem lenti við það í klemniu, og brotnuðu um crus bæði
fibula og tibia. Infractio metacarpi IV dextri: 24 ára vélstjóri á tog-
ura; járnstykki féll ofan á hægri hönd hans. Vulnus incisum regionis
colli anterioris. Tentamen suicidii: 27 ára karlmaður, sem undanfarið
hafði verið þunglyndur og viðkvæmur, hafði ekki farið til vinnu þenna
dag. Fósturmóðir hans heyrði um hádegisbilið þrusk og korr í mið-
stöðvarherberginu, sem var í kjallara hússins, og hljóp þangað. Fann
hún hann þá liggjandi meðvitundarlausan á gólfinu í blóði sínu. Var
stór skurður framan á hálsinum. Sjúklingurinn fékk, þegar er hann
kom á sjúkrahúsið, blóðgjöf. Nokkrum dögum seinna varð sjúkling-
urinn alveg ruglaður, og eftir að skurðurinn var gróinn, var hann
sendur til Reykjavíkur til sérfræðings i geð- og taugasjúkdómum.
Fract. complicata cruris sinistri: 29 ára sjómaður slasaðist við vinnu
a þilfari á togara. Lenti með vinstra fót í togvír með þeim afleiðing-
um, að báðar pípur á vinstra fæti brotnuðu. Ca. 8 sm langur skurður
yar á brotstaðnum, og stóðu brotin út úr sárinu. Fract. radii dextri: 42
ái'a karlmaður var að slá með sláttuvél, hestarnir fældust, hann datt af
vélinni og kom niður á hægri hönd. Commotio cerebri & fract. radii
dextri: 61 árs kona var að vinna við hreingerningu, datt ofan af stól og
kom niður á hægri hönd. Fract. cruris sinistri: 54 ára kona var
a skemmtigöngu inni í skógi. Var að fara yfir brú, sem lá yfir lækjar-
sprænu. Brúin brotnaði, og lenti konan með fótinn á milli plankanna.
Báðar pípur brotnuðu. Trauma faciei cum vulnere & fract. radii