Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Síða 118
116
cata. 7 ára drengur datt af hjóli og lærbrotnaSi. 13 ára drengur varð
fyrir bíl og fékk fract. cruris. 8 ára barn féklc mikil III. stigs brunasár
á andlit, háls, herðar, brjóst og handleggi við að ofan á það helltist
sjóðheitt vatn. Flutt á sjúkrahús Akureyrar og greri vel. Auk þess,
sem að framan getur, komu fyrir á árinu: Fract. cruris 9, femoris 3,
humeri 1, antibrachii 5, calcanei 1, digiti 3, claviculae 3. Meira háttar
brunar 3 og margir smærri. Mörg stærri eða minni vulnera. Við flest
þessi slys var gert á sjúkrahúsi Akureyrar, en sum á lækningastofum
lækna bæjarins eða í heimahúsum.
Grenivílair. Frekar lítið var um meiðsli og þau flest lítils háttar.
Tognanir 7, mör 7, brunar I—II 4, skurðir og sár 16, lux. humeri 2,
aðskotahlutir 1. Ault framan talins: Kona var að hlaupa milli húsa.
Jörð var freðin. Datt konan á hnéð, og tættist það í sundur inn að beini.
2 bræður voru að tuskast. Féll annar þeirra og bar fyrir sig höndina.
Brákaðist á honum upphandleggurinn. 7 ára telpa ætlaði að hlaupa
á bagga úr baggagati. Bagginn var á hlöðugólfinu, sem var úr stein-
steypu. Hitti hún ekki baggann, en lenti á steingólfinu. Var þetta ca.
IV2 mannhæðar stökk, og meiddist hún talsvert á öðrum fæti. Rúm-
liggjandi sjúklingur (arthritis deformans) var að teygja sig eftir vatns-
glasi, sem stóð á náttborði við rúmið. Um leið og hún tók til sin
höndina, þverbrotnaði upphandleggurinn. Segist sjúklingurinn alls
ekki hafa komið neitt við með handlegginn. Handleggurinn greri aftur.
Maður nokkur, er bjó einn, notaði olíuvél til þess að ylja upp hjá
sér. Hafði hann sofnað frá henni að lcvöldi dags, en um morguninn,
er að honum var komið, var hann meðvitundarlaus í rúmi sínu. Loftið
í herberginu var mjög slæmt. Eftir nokkurn tíma tókst þó að vekja
manninn. Var hann orðinn sæmilega hress, eftir því sem hann getur
orðið, þegar ég kom til hans, kl. 4 e. h. Roskinn maður skarst á gler-
broti þvert yfir arteria radialis, og munaði minnstu, að hún skærist 1
sundur. 23 ára maður var að rjála við 5 sm langan sívalning, að gdd-
leika á við vindling, með alúminíumlit. Á öðrum enda hans var sma-
typpi. Vissi hann ekki, hvað þetta var, missti það á gólfið, en um leið
og hann ætlaði að taka það upp aftur, sprakk það. Sá hann þá skæran,
bláleitan blossa og.heyrði snöggan hvell. Seg'ist hann ekki hafa verið
búinn að taka utan um sívalninginn, en meiðslin benda til þess, að
hann hafi haft hann í lófanum. Sér hann nú blóð fossa úr hendi ser
niður á gólfið. Lófinn og fingurnir voru brenndir og sótugir (púður-
reykur?) og eins og sviðnir smáblettir þar, á efri vör og nefi. Greipin
var öll sundur tætt, en þetta greri furðanlega fljótt. Náðust nokkrai
alúminíumflísar úr fingrum og lófa, og er höndin öllum vonum betn-
Þennan umrædda sivalning fann ungi maðurinn í setuliðsdrash a
Siglufirði, sem þar hafði verið skilið eftir.
Kópaskcrs. Auk nokkurra smáslysa voru þessi helzt: 11 ára drengui
féll í glímu og féklt fract. radii typica dextri. Greri vel. Smiður lenti nie
hönd í hjólsög, sem tætti hold á tveimur fingrum, en beinin voru óskert.
12 ára stúlka datt ofan af réttarvegg og fékk fract. tibiae sinistrae.
Var hún sett í gips og greri vel. Alvarlegasta slysið var, er 16 ára pniur
lenti með hægra fót í vél í síldarverksmiðju á Raufarhöfn, og tók ve m