Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Side 124
122
Ólafsvíkur. Lítið um geðveiki.
Búðardals. Ég hef reynt að leiðrétta skýrslu um geðveika eftir
megni, en veit, að enn brestur á, að hún sé ábyggileg, því að allerfið-
lega gengur að fá vitneskju um sjúklinga þessa, enda þótt maður snúi
sér til forráðamanna hreppanna. 2 geðveilrir sjúklingar hafa bætzt
við frá í fyrra, og eru nú 4 systkini saman á skýrslu geðveikra. Ein
systirin þarf nauðsynlega vist á geðveikraspítala vegna sjálfsmorðs-
tilhneiginga, en ekki hefur enn tekizt að fá þar rúm fyrir hana, þrátt
fyrir margítrekaðar tilraunir.
Bildudals. 2 skráðir. Annar alltaf á geðveikradeild Elliheimilisins
á ísafirði. Hinn, 45 ára kona, með mania depressiva, máttlaus í báðum
fótum frá barnæsku, dvelst hér á Bíldudal hjá systur sinni. Hefur
fremur litið borið á veikindum hennar í ár.
ísafj. Fjölgun geðveikra stafar að langmestu leyti af mænusóttinni,
sem hér gekk á árinu, en öllum mænuveikissjúklingunum, sem geð-
veikir urðu, er þó batnað, þegar þetta er skrifað, nema einum. Þó voru
aðeins skráðir þeir sjúklingar, sem brjáluðust alveg, en sleppt léttari
tilfellum, svo sem þunglyndistilfellum o. s. frv., en á þeim bar mikið
með veikinni.
Ögur. í héraðinu dvöldust 3 geðveikir á árinu, og voru 2 þeirra enn
veikir í árslok, en hinum þriðja var batnað. Hann veiktist nú, að því
er talið var upp úr lömunarveikinni, en hafði áður veikzt upp úr
hettusótt.
Árnes. 2 eru á Kleppsspítala, en hinn þriðja má telja fávita líka. Nú
í fangahúsinu í Reykjavik. Læknum tókst ekki að fá annan stað, eftir
að lostmeðferð hafði verið reynd. Sagður óður.
Hólmavíkur. Engir taldir í héraðinu.
Hvammstanga. Sömu vandræðin með eina geðveika manneskju í
Fremra-Torfustaðahreppi.
Blönduós. Vitfirringar hér sömu og áður, neina hvað í þann hóp
bættist ung kona í Höfðakaupstað, sem er þó heima hjá sér, haldin af
nymphomania með ofskynjunum. 1 var á sjúkrahúsinu allt árið, ró-
legur og fór talsvert batnandi, en annar er vistaður á sveitaheimih
og er órólegur og viðskotaillur með köflum, en árum saman hefur
reynzt ómögulegt að koma honum á Klepp. Þá var 1 karl elliær með
öllu, og var hann settur á sjúkrahúsið.
Sauðárkróks. Miðaldra maður varð óður. Var fluttur á Kiepp og
batnaði.
Ólafsfj. Stúlku þeirri, er um getur í síðustu skýrslu, batnaði næstum
alveg á árinu. En nú veiktist að nýju kona, sem var geðveik fyrir
nokkrum árum. Urðu alveg frámunaleg vandræði með hana. Ráðizt
var í að senda hana til Reykjavíkur, en ekki fékkst rúm fyrir hana
á Kleppi. Lenti hún síðan á Sólheimum og fékk shock-therapi; fékk hún
æði, rétt eftir að hún kom þangað. Henni batnaði á eftir töluvert, en
fékk svo annað æðiskast þar, og þar með var hún látin fara þaðan •
og hvert? Henni var holað niður í tugthúsið á Skólavörðustíg, bara
til bráðabirgða! Aðstandendum var svo sagt að hirða hana, hún send
í flugvél með hjúkrunarkonu til gæzlu til Akureyrar, og var meö
naumindum hægt að koma henni inn þar í eina til tvær nætur, þar tu