Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 134
132
andi í herbergjum þeim, er áveðurs liggja, vegna súgs og kulda,
þrátt fyrir kappkyndingu og þó að prýðilega heitt sé í þeim herbergj-
um, sem í skjóli eru. Eg get ekki séð, að ibúðarhúsið sé hæft miklu
lengur sem vetrarbústaður fyrir menn, nema gert sé við það, en von-
andi verður ekki byrjað á svo hæpinni ráðstöfun. Eina lausnin er
nýtt hús og það sem fyrst.
Patreksfj. Sjúkrahúsið rekið með svipuðum hætti og áður.
Bíldudals. Eins og undanfarin ár var sjúkraskýlið ekki starfrækt í
ár, bæði vegna vöntunar á hjúkrunarkonu og annmarka á húsrýminu.
Einnig mætti búast við, að aðsókn yrði lítiJ og rekstur þess bera sig
illa í svo fámennu héraði, og nú er hægt að komast í bil til Patreks-
fjarðar að sumrinu og fram á vetur á 1 til 1% klukkutíma, en þar er
nýtt og stórt sjúkrahús. í bráðri nauðsyn og þegar sérstaklega hefur
staðið á, hef ég stöku sinnum haft sjúklingana á skýlinu um stundar-
sakir og annazt þá sjálfur með hjálp greiðvikins fólks, eftir því sem
hægt hefur verið.
Flateijrar. Sjúkraskýlið rekið með sama hætti og síðast liðið ár. Var
aðsókn lík, en afkoma öllu skárri, rekstrarhalli þó nokkur og nægi-
legur til þess, að stjórnendur þess treystu sér ekki til að halda húsinu
við lýtalaust, og er hér ekki efnaskorti eigenda einum um að kenna.
Þörfin fyrir þetta afdrep verður og Ijósari með hverju ári, og mætti
það vera metnaðarmál að láta sér farnast vel um aðhlynningu alla.
Minningarsjóður frú Maríu Össurardóttur keypti röntgentæki frá
Ameríku síðast liðið haust, og mun það bráðlega verða sett upp í
skýlinu, og er mildll fengur að slíku.
ísafí. Sjúkrahúsið var starfrækt eins og áður. Á árinu fóru fram
miklar viðgerðir á því. Rekstrarhalli var um 200 þúsund krónur. Sí-
fellt er verið að skipta um hjúkrunarkonur við sjúkrahúsið, og verður
það að teljast mjög bagalegt. Voru um tíma starfandi danskar og þýzkar
hjúkrunarkonur, aðallega þýzkar, og eru raunar enn, sem ekkert kunna
í málinu, en nemar engir. Berklavarnarstöðin var rekin með sama
sniði og áður og svipaðri aðsókn. Ungbarnaeftirlitið lá niðri allan
fyrra hluta ársins vegna farsótta, en var tekið upp aftur um haustið.
Barnaveikis- og kikhóstabólusetning fór fram um haustið. Sjúkra-
samlögin höfðu erfitt ár, og' er því í ráði að hækka iðgjöldin. Fyrir
forg'öngu héraðslæknis var stofnaður Krabbameinsvarnarsjóður, og
er hann nú kr. 11000.00.
Árnes. Hér á Djúpavík hef ég haft hjá lyfjakompu minni eitt her-
bergi til umráða, og hef ég mátt leggja þar inn sjúkling, ef með þyrfti.
en kom aldrei til. í Árnesi stendur þriggja hæða læknisbústaður. A
efstu hæð er gólfdúkur og veggfóður víða upp rifið, en á miðhæð er iua
um gengið, veggfóður rifið, víða sér á dúkum, eldavélin farin, síininn
sömuleiðis, og leifar sáust af þvottapotti, en miðstöðvarketil sá ég ekk1-
Miðstöð, bað, salerni og vaskar eru eftir; að öðru leyti má segJa>
að allt hafi verið flutt úr þessum bústað, en hvert veit ég ekki. Þó er
eitt herbergi í húsinu eigi autt, því að þar var öllu því, er embætti
varðaði, og að ault ýmis læknisáhöld og sængurföt í einurn hrærigrau •
Ég hef fundið þarna, hirt og flutt hingað læknisáhöld, vog, sjukra-
J