Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Síða 197
195
og greinilega kemur fram við skólaskoðanir. Við fyrstu skólaskoðun
mína fyrir 15 árum fannst nit í 41% barnanna, en við síðustu skoðun
aðeins í rúmum 2%, enda hef ég alltaf lagt á það ríka áherzlu við
kennara, skólanefndir og þau heimili, sem farskólar eru á, að börnin
yrðu aflúsuð, og hafa flestir hreppar lagt fram til þess ókeypis af-
lúsunarlyf.
Sauðárkróks. Húsakynni fara enn þá batnandi. Þó eru enn margar
lélegar byggingar, einkum í sveitinni. A Sauðárkróki var lokið við
byggingu 7 íbúðarhúsa úr steini með 11 íbúðum, og allmörg hús eru
í smíðum. Mikið var einnig byggt í sveitinni, bæði af íbúðarhúsum og
peningshúsum, hlöðum og öðrum útihúsum. Um þrifnað er svipað að
segja og áður. Ýmsu eru þar ábótavant, en miðar þó heldur í rétta
átt. Óþrifakvillar fara minnkandi. Bæði virðist nú minna um lús, en
einkum sýnist kláði vera að hverfa.
Ilofsós. Nokkur ný íbúðarhús voru reist á árinu. Yfirleitt má segja
um íbúðarhús þau, sem nú eru reist hér um slóðir, að þau séu hentug',
hlý og vel frá þeim gengið.
Ólcifsfi. Lokið við að reisa eitt einnar hæðar hús. Einu tveggja hæða
húsi komið undir þak. Byrjað á 2 húsum og haldið áfram með eitt.
Lokið við byg'gingu eins steinhúss á sveitabæ.
Dalvíkur. Mjög hefur húsakostur aukizt og batnað hin síðari ár.
Hægar gengur með þrifnaðinn, en miðar þó greinilega í áttina.
Akureijrar. Á árinu voru hyggð 39 hús með samtals 54 íbúðum. Þrátt
fyi'ir allar þessar byggingar er talsvert af fólki, sem býr í bröggum
°g öðru óhæfu húsnæði, og hefur ekki reynzt auðið að útvega fólki
þessu húsnæði í samræmi við þær kröfur, sein gera verður frá heil-
brigðisleg'u sjónarmiði. Virðist svo sem lítið batni húsnæðisvand-
ræðin, þrátt fyrir þær byggingar, sem reistar eru,. enda er það svo,
að hin nýju hús eru flest einbýlishús, sem ekkert er leigt út af, og í
íæstum tilfellum eru það barnmargar fjölskyldur, sem slík hús eign-
ast. Af öðrum byg'gingum má nefna, að haldið hefur verið áfram með
byggingu verksmiðjunnar Gefjunar, sömuleiðis byggingu hins nýja
heimavistarhúss Menntaskólans á Akureyri, enda var nokkur hluti
þess tekinn í notkun á árinu og jafnframt aukið nokkuð við
kennsluhúsnæði Menntaskólans með því að breyta nokkrum af íbúðar-
stofum gömlu heimavistarinnar í skólastofur. Þá hefur verið byggt
nokkuð af sináverkstæðum og iðnaðarverkstæðum, en engin stór.
A þessu ári gerðist einnig sá merkisviðburður, að byrjað var að grafa
fyrir grunni almenningssalerna þeirra, sem átt hefur að reisa hér
síðustu 10 árin og mikil þörf er fyrir, en alltaf eitthvað virzt til fyrir-
stöðu þvi, að hægt væri að hefja verkið. Ekki hefur þó verið unnið
nieira að þessu verki en að grafa grunninn, en vonandi verður bygg-
ingunni lokið einhvern tíma á næstu 10 árum.
Grenivíkur. 2 hús í byggingu, annað byggt úr R-steini, hitt steypt.
Annað er hér á Grenivik, hitt úti í sveit. Þrifnaður yfirleitt góður.
Kópaskers. Telja má, að vel sé hýst á sveitabæjum í héraðinu. Þó
eru nokkrar undantekningar, þar sem búið er enn i gömlum húsum
ur torfi og timbri, sem varla eru íbúðarhæf. Er hugur í þeim, sem við
slíkt búa, að byggja, en stendur mest á nauðsynlegum leyfum og