Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Síða 201
199
hraðfrystihús fór að starfa á vegum kaupfélagsins í Bakkagerði.
Hvert heimili hefur sina matvælageymslu í frystihúsinu, þar sem hægt
er að geyma bæði kjöt og fisk o. fl. eftir þörfurn og sækja þangað.
Seyðisfi. Hvort tveggja tekur litlum breytingum frá ári til árs.
Of lítill munur mun yfirleitt vera gerður á sumar- og vetrarfatnaði.
Matargerð víða sæmileg, en mataræði okkar yfirleitt fábreytt, enda
sennilegt, að við búum við fjörefnaskort, a. m. lc. þar sem mjólk er
ekki nægileg.
Breiðabólsstaðar. Matargerð sæmileg, en óbreytt. Lítið grænmeti og
garðrækt illa stunduð. Aftur á móti hafa allir nóga mjólk og gott
viðbit, og á sumrin er töluvert veitt af ágætum silungi.
Vestmannaeyja. Engar breytingar hér á, svo að orð sé á gerandi.
6. Mjólkurframleiðsla og mjólkursala.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfi. Á þessu ári var Mjólkurbú Hafnarfjarðar lagt niður, og
fær nú bærinn flöskumjólk frá nýju mjólkurstöðinni í Reykjavík.
Er það breyting til batnaðar.
Búðardals. Mjólkursala til Borgarness var 188704 lítrar og nokkuð
minni en síðast liðið ár. Ollu því snjóar, er hindruðu allar samgöngur
yfir Bröttubrekku alllangan tíma.
Reykhóla. Mjólk og smjör nægilegt fyrir héraðsbúa allt árið og auk
þess töluvert selt úr héraðinu af smjöri.
Bíldudals. Mjólk er seld í búð hér á Bíldudal, einnig eitthvað manna
á milli, en nýmjólkurframleiðsla er allt of lítil. Einkum er mikill
mjólkurskortur frá því í september og fram yfir áramót; er sumpart
vondum samgöngum við sveitirnar um að kenna, þar eð vegagerð
miðar seint. Meðferð mjólkurinnar er allábótavant; oft er hún eins og
tve§§.Ía sólarhringa gömul frá þeim búum, sem fjarst eru, enda vill
hún súrna fljótt, þegar hlýtt er í veðri. Engin mælitæki í búðinni
nema ausur. Engar fitu-, gerla- eða sýrumælingar gerðar á mjólk-
mni, en hún er alltaf seld nokkru hærra verði en i Reykjavík.
Flateyrar. Mjólkurframleiðsla fer enn í vöxt. Suðureyri er nú komin
i akyegasamband við Staðardal, og mun þetta auðvelda þorpsbúum
heyföng og auka mjólkurframleiðslu þar.
Arnes. Mjóllturframleiðsla mun víðast vera nóg til heimilisnota, þó
að hvergi sé hún svo mikil, að skyr og smjör sé framleitt að ráði.
Smjör og smjörlíki kaupa bændur sem aðrir í verzlunum. í Reykjar-
firði og Ingólfsfirði er aðalframleiðslan mjólk og mun oft nægja þörf-
um aðkomufólks á sumrum. Á Djúpavík hafa flestir eina kú, kaupa
hey frá Akureyri og telja jafnvel, að það borgi sig. Á 3 heimilum á
Ojögri er um mjög litla mjólkurneyzlu að ræða, en nýr fislcur, fugl,
selur, hrogn, lifur, sem börn og fullorðnir éta strax, bæta iir. Á
heimilinu, þar sem mjólkurneyzlan er minnst, eru 6 börn, frá 3—16
ara, hraustleg og þrekin, vcl vaxin og þokkaleg, en lúsug. Konan er
su eina, sem virðist óhraustleg. Er það eina heimilið í hreppnum,
sem mín hefur aldrei verið leitað frá, og telur móðirin, að öll börnin
séu með heilar tennur.