Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 203
201
7. Áfengisnautn. Kaffi og tóbak.
Læknar láta þessa getið:
Akranes. Lítil eða engin breyting í þeim efnum, að því er séð verð-
ur. Drykkjuskapur nokkur um helgar og í landlegum, og auk þess
mun kveða þó nokkuð að því í sumum samkvæmum, þótt lítið beri á.
Búðardals. Áfengisnautn lítil. Tóbaks og kaffis áreiðanlega neytt i
óhófi.
Reykhóla. Litil meðal héraðsbúa. Kaffi mikið drukkið og um leið
allt of mikið uin sætkökubakstur. Tóbaksnautn of mikil, sérstaklega
vindlingareykingar.
Bíldudals. Áfengisnautn talsverð, en mun þó vera minnkandi. Yfir-
leitt sömu mennirnir, fáir að vísu, en hafa sumir hverjir þann ómenn-
ingarbrag á að flækjast hvað helzt úti á almannafæri, þegar þeir eru
undir áhrifum víns, öðrum til ama og leiðinda. Kaffi- og tóbaks-
nautn mun vera svipuð og gerist og gengur annars staðar.
Flateyrar. Nautn áfengis, kaffis og tóbaks er hófleg.
Árnes. Áfengisnautn og reykingar munu hafa farið hér í vöxt, þó að
eigi sé meira en annars staðar. Mun alít fengið í póstkröfu frá Áfengis-
verzlun ríkisins. Neftóbaks og kaffis neytir mest roskið fólk, en í hófi.
Hvammstanga. Áfengisnautn varla teljandi, þótt stöku menn skvetti
í sig við „hátíðleg tækifæri". Kaffi- og tóbaksnautn talsverð, eins og
gengur.
Btöndnós. Áfengisnautn mun heldur hafa minnkað, því að nú ber
ekki Iíkt því eins mikið á ölvun á almennum samkomum og fyrir
nokkrum árum. Neyzla kaffis og tóbaks mun aftur á móti vera svipuð.
Sauðárkróks. Áfengisneyzla er alltaf talsverð, einkum á samkom-
um, bæði í kaupstaðnum og sveitinni. Eru nokkrir menn grunaðir
um leynivínsölu. Kaffneyzla mun alltaf svipuð. Tóbaks alltaf neytt
mikið. Unglingar byrja margir snemma að reykja, jafnvel sumir fyrir
fermingu.
Ólafsfi. Áfengisnautn lítil. Kaffineyzla jókst áreiðanlega allmikið,
er skömmtun þess var aflétt. Tóbalcsnotkun talsvert mikil.
Dalvíkur. Nokkuð er hér um áfengisnautn og mætti hverfa. Barna-
stúka er nýtekin til starfa á Dalvík. Tóbaksnautn er almenn mjög, eigi
sízt meðal unga fólksins. Kaffi mun vera drukkuð hér vítt og breitt,
enda er það, sé það vel til búið, allgóður drykkur, og í hófi drukkið
er það varla heilsuspillandi.
Grenivíkur. Lítið er um áfengisnautn. Kaffi er alltaf notað frekar
mikið, eins tóbak. Þó eru nokkrir ungir menn, sem ekkert nota af
þessu.
Kópaskers. Kaffi er mikið drukkið í héraðinu, líkt og annars staðar
á landinu, þar sem ég þekki til, og tóbaksnautn er mikil, einkum reyk-
ingar. Áfengisneyzla er nokkur, en ekki getur hún talizt mikil, ef
borið er saman við ýmsa aðra staði á landinu. í héraðinu er varla
nokkur maður, sem hægt er að kalla drykkjumann. Veldur þar eflaust
nnklu, hve samgöngur eru erfiðar og langt til næstu áfengisútsölu.
Oft ber þó nokkuð á ölvun á samkomum, og á Raufarhöfn eru nokkrir
26