Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Síða 216
214
lýs á einum bæ. Heldur lítið um mýs hér. Dúnfló veldur sums staðar
útbrotum og óþægindum með biti sínu, eins og fló almennt.
Blönduós. Meindýr hafa ekki borizt inn í héraðið, en orðasveimur
er um það, að minks hafi orðið vart í Skagaheiði. Rottur eru hér
ekki til.
Sauðárkróks. Talsvert um rottur í kaupstaðnum og eins í sveitinni.
Eitrað hefur verið fyrir þær öðru hverju með einhverjum árangri.
Mér er ekki kunnugt um húsaskíti eða veggjalýs í héraðinu sem
stendur.
Ólafsfj. Rottugangur mjög mikill, enda aldrei eitrað og nóg æti.
Akureijrar. Rottum hefur fjölgað nokkuð síðara hluta ársins, enda
gengið mjög erfiðlega að fá rottueitur vegna gjaldeyriserfiðleikanna.
Grenivíkur. Töluverður rottugangur við sjávarsíðuna og eitthvað
mun vera um rottur úti um sveitir.
Seijðisfj. Hér aðeins um rottur að ræða. Með minna móti þó borið
á þeim. Eitrað er einu sinni á ári, og hjálpar það efalaust nokkuð,
þó að um útrýmingu sé ekki að ræða hér frekar en annars staðar.
Breiðabólsstaðar. Refum hefur fjölgað undanfarin ár, og gera þeir
töluverðan skaða á sauðfé. Það færist í vöxt að eitra fyrir þá með
strýkníni. Hafa sumir litla trú á því, að það takist vel, að ég held
að ástæðulausu. Ég hef spurzt fyrir um nýrra og betra eitur, en ekki
frétt af neinu. Þykir mér trúlegt, að eins og fundið hefur verið upp
nýtt og hetra rottueitur, muni ef til vill vera til betra refaeitur, þó að
við þekkjum það ekki. Veggjalús var hér í 2 húsum, en nú hefur
þeim verið útrýmt með DDT og öðrum skyldum efnum.
Vestmannaeyja. Rottur gera talsvert tjón. Rottueyðing þótti of dýr.
19. Störf heilbrigðisnefnda.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Heilbrigðisnefndin hélt nokkra fundi á árinu. Lét hún
einkum til sín taka hreinlæti utan húss í bænum.
Akranes. Heilbrigðisnefnd hefur ekki tekið fyrir nein sérstök verk-
efni á þessu ári. Samvinna er þar ekki svo sem bezt verður á kosið,
og heilbrigðissamþykkt mætti vera betur framfylgt. Þó má geta þess,
að fyrir atbeina nefndarinnar lét bæjarstjórn smíða lok á sorptunnur,
sem víðast eru til, og voru þau seld bæjarbiium.
Bildudals. Ein heilbrigðisnefnd í héraðinu, á Bíldudal. Hélt hún
nokkra fundi á árinu og fór eftirlitsferð um kauptúnið í heilbrigðis-
skyni. Gekkst hún fyrir allsherjarhreinsun utan húss um vorið með
áskorunum til húsráðenda og hreppsnefndar, og bar það góðan árang-
ur. Einnig gerði hún nokkrar aðrar samþykktir og áskoranir til
hreppsnefndar um framkvæmdir í þrifnaðar- og hreinlætisskyni, en
með misjöfnum árangri.
Flateyrar. Starfsemi heilbrigðisnefnda var engin.
Árnes. Heilbrigðisnefnd engin í héraðinu. Oddviti taldi eigi skylt að
skipa hana. (Héraðslæknir sjálfur á að vera fróðastur manna um
slík efni.)
Blönduós. Heilbrigðisnefndir hafa látið lítið lil sín taka annað