Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 231
Hinn 1. janúar 1951 gengu í gildi tvenn ný lög um heilbrigðis-
málefni, sem miklu varðar, að læknar, og þá einkum héraðslæknar,
viti sem bezt skil á, hvernig framkvæma skuli. Lög þessi eru lög
nr. 42 8. maí 1950, um dánarvottorð og dánarskýrslur, og lög nr. 36
27. april 1950, um ónæmisaðgerðir. Auk þeirra leiðbeininga, sem
felast í lögunum sjálfum og að því er varðar hin fyrrnefndu lög, í
öðrum hliðstæðum lögum og opinberum reglum, er að slíku lúta og
alll hefur verið tínt saman og birt í sérstökum bæklingi (Mannsláta-
bók I), hefur þótt þörf á að rita héraðslæknum nokkur umburðar-
bréf til frekari leiðbeiningar um framkvæmd þessarar löggjafar. Nú
með því að rituð bréf vilja misleggjast, gleymast og glatast, auk
þess sem i sífellu taka við störfum nýir héraðslæknar, sem aldrei
hafa bréfin séð, en kunna þó að þarfnast þeirra leiðbeininga, sem í
bréfunum felast, þykir ástæða til að birta þessi umburðarbréf í viðauka
við Heilbrigðisskýrslur, þar sem þau munu lengur minna á þau atriði,
sem um er fjallað, eða auðgert er að vísa til þeirra, þegar þörf gerist.
Jafnframt er gripið tækifæri og birt nokkur umburðarbréf, er
varða frágang og skil á skýrslum héraðslækna, en almennar áminn-
ingar þar að lútandi, sem hér er einkum uin að ræða, er hugvekja, sem
seint mun með öllu fyrnast.
1. Um dánarvottorð og dánarskýrslur.
5. desember 1950.
Jafnframt því að senda yður, herra héraðslæknir, sérprentuð hin
nýju lög nr. 42 8. maí 1950, um dánarvottorð og dánarskýrslur,
ásamt sérprentuðum tilheyrandi Leiðbeiningum um ritun dánarvott-
orða og enn fremur nokkurn forða nýrra eyðublaða undir dánar-
vottorð, svo og eyðublaða undir skýrslur ljósmæðra um andvana-
fæðingar, sem allt tekur gildi nú um næstu áramót, beini ég því til
yðar að kynna yður rækilega þessa nýju löggjöf og gera yður síðan
ollt far um að vanda framkvæmdir yðar samkvæmt henni, að þvi
leyti sem til yðar kasta kemur.
Sérstaklega beini ég athygli yðar að eftirfarandi:
1. Dánarvottorð skal eftirleiðis rita fijrir alla, án tillits til þess,
hvort læknir situr nær eða fjær.
2. Líkskoðunar er ekki fremur en áður skilyrðislaust krafizt, ef