Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 236
234
óskilað skýrslum, gerið fyrir þessi orð min gangskör að þvi að skila
þeim strax. Látið mig ekki þurfa að beita heimiluðum refsiaðgerð-
um, sem ég tek nærri mér að þurfa að gera, en hjá því verður ekki
komizt endalaust, og sízt, þegar svo er orðið, að óafsakanlegur und-
andráttur 1—2 héraðslækna stöðvar alla útgáfu heilbrigðisskýrslna
þjóðinni allri til hneisu. Ég vænti þess, að eftirleiðis verði það ófrá-
víkjanleg regla yðar að skila, eins og fyrirskipað er, farsóttaskrám
að liðnum hverjum mánuði og ársskýrslum fyrir marzmánaðarlok
árið eftir. Þetta tekst mjög mörgum reglusömum héraðslæknuin að
gera ár eftir ár, og sýnir dæmi þeirra, að það er vel framkvæmanlegt.
5. marz 1951.
Til hægðarauka við úrvinnslu úr ársskýrslum (yfirlitsskýrslum)
héraðslækna er æskilegt, að hver einstakur héraðslæknir gæti eftir-
farandi, er hann semur yfirlitsskýrslu sína:
1. Kaflaskipting sé i aðalatriðum í samræmi við síðast útgefnar
Heilbrigðisskýrslur.
2. Rita skal aðeins öðrum megin á örk og hafa rífleg't línubil (ætíð
tvöfalt línubil, þegar vélritað er).
3. Æskilegt er, að ritaður sé fremur stuttaralegur stíll (allt að því
símskeytastíll) og orðfæri vandað svo, að nokkurn veginn sé
prenthæft, án mikilla leiðréttinga.
4. Forðast skal skammstafanir, líka í fræðiorðum, en þau séu, ef
ekki á góðri og gildri íslenzku, þá helzt á óbjagaðri latínu, en
annars sé þeiin fenginn sá búningur, að þau hlíti nokkurn veg-
inn hneykslunarlaust íslenzkum beygingarreglum og standi ekki
beinlínis afkáralega af sér í íslenzkum texta. Til hliðsjónar má
hafa, hversu með er farið í Heilbrigðisskýrsluin, þó að því fari
fjarri, að þar sé allt til fyrirmyndar.
5. Ólæknisfróðum vélriturum hættir mjög við að brjála lækna-
skýrslur í uppskrift, nema handrit sé því betra, eða beinlínis
sé staðið yfir þeim, á meðan þeir vélrita. Aldrei skyldi læknir
senda frá sér skýrslu, vélritaða af öðrum, án þess að bera ná-
lcvæmlega saman við handrit sitt.
Vænti ég, að þér, herra héraðslæknir, hafið tilmæli þessi og leið-
beiningar i huga eftirleiðis, er þér gangið frá skýrslum yðar.
15. ágúst 1952.
Æðimiklir misbrestir eru á skilum og frágangi farsóttaskeyta og
skýrslna margra héraðslækna. Til eru héraðslæknar, sem oft og tið-
um senda hvorki skeyti né skýrslu fyrr en seint og síðar meir, e. t. v.
eftir ítrekaðar áminningar og kröfur. Aðrir hafa þann sið að láta
dragast von úr viti, eftir að skeyti hefur verið sent, að senda tilheyr-
andi skýrslu. Sýnir það og einnig hitt, hve tiltölulega oft gætir ósam-
ræmis í framtali í skeytum og skýrslum, að of margir héraðslæknar
hirða ekkert um þá sjálfsögðu reglu, sem margsinnis hefur verið
brýnd fyrir þeim, að semja fyrst skýrsluna, sem á að vera frumgagn,
og upp úr henni skeytið sem útdrátt til bráðabirgðanota, þangað til
skýrslan berst.