Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Síða 239
237
Ég fékk strax grun um, að hér væri um að ræða kroniska kolsýr-
ings (CO)-eitrun, og hef síðan sannfærzt betur um það. Styðst og
þar að sjálfsögðu við forsögu (anamnesis), subjektiv einkenni, svo
og að endurtekin objektiv athugun, bæði psykisk og somatisk, ekki
hefur gefið tilefni til annarrar sjúkdómsgreiningar frekar.“
..., sérfræðingur í lyflækningum (í Reykjavík) vottar á þessa leið
hinn 25. marz 1949 um heilsufar stefnanda:
„Samkvæmt beiðni hef ég undirritaður rannsakað E. K. V. M-son,
... Reykjavik.
Hann kveðst vera fæddur 2. sept. 1916. Telur hann heilsu sína
hafa verið góða, þangað til árið 1945, og fyrir þann tíma hafi naum-
ast fallið úr hjá sér vinnudagur vegna lasleika.
Árið 1944 réðst hann til Strætisvagna Reykjavikur. Fram til ára-
móta vann hann við hreinsun vagnanna, ýmist úti eða inni við, og
bar þá ekki neitt á neinu. í janúar 1945 kveðst hann hafa byrjað að
aka gömlum dieselvagni, og telur hann, að stybbu og óloft hafi lagt
i vagninn frá vélinni. Farþegar hafi iðulega borið fram kvartanir
yfir þessu, enda mörgum þeirra orðið leitt í vagninum, þó að ekki
væri ekið lengra en inn að Sundlaugum. Segir hann, að sig reki minni
til, að eitt sinn varð að hjálpa konu út úr vagninum vegna þess, að
nálega var liðið yfir hana. Ökumanni þótti ill vistin í vagninum, en
til að byrja með hresstist hann brátt við að koma undir bert loft.
1 marz- eða aprilmánuði 1945 telur hann, að farið hafi að bera á
stöðugum óþægindum. Ásótti hann þá höfuðverkur, svefndrungi,
minnisleysi, þunglyndi og grátköst. Gat hann þá stundum ekki unnið
dag og dag. 1 maímánuði 1945 var hann lagður inn í Landakotsspít-
ala til aðgerðar vegna kviðslits. Segir hann, að aðgerðin hafi farið
fram í staðdeyfingu. í sjúkrahúsinu telur hann, að líðan sín hafi
verið öllu skárri heldur en á meðan hann ók vagninum. Hann kveðst
þó hafa haft höfuðverk í sjúkrahúsinu, verið hálfsljór og sísyfjaður.
Skömmu eftir að hann kom heim úr sjúkrahúsinu, byrjaði hann að
aka öðrum strætisvagni, sem virtist í forsvaranlegu ástandi. Þrátt
fyrir það hélt honum áfram að versna. Höfuðverkurinn varð illþol-
andi, enda virðist hann jafnan ágerast við áreynslu og hristing.
Svefnmók og minnisleysi telur hann einnig, að hafi frekar ágerzt.
Hann varð vanstilltur í skapi og féklc oft tilefnislaus grátköst. 1
september 1945 varð hann að hætta störfum hjá Strætisvögnunum,
enda hafði það þá komið fyrir, að hann sofnaði við stýrið á einum
áfangastað strætisvagnsins.
Síðan þetta skeði, telur hann, að heilsa sín hafi haldizt óbreytt,
nema hvað heldur minna hafi borið á grátköstum. Hann reyndi um
skeið að vinna sem afgreiðslumaður í búð, en varð að gefast upp við
það starf. Hann kveðst hafa haft íhlaupavinnu sem bifreiðastjóri, en
ckki þolað að aka nema ca. 2 tíma dag hvern, enda fengið nokkrar
örorkubætur. Árið 1945 kveðst hann hafa búið í Hverfisgötu 59, og
var íbúðin að sögn hituð upp með vatni frá Hitaveitunni. Síðan 1946
hefur hann búið í Lauganeshverfinu. Þar mun vera miðstöðvarkynd-
ing. Kolsýringseitrun í heimahúsum er því mjög ósennileg.
Síðan hann hætti störfum hjá Strætisvögnunum, hefur hann tvis-