Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Side 243
241
liggja fyrir frá þeim tíma, er stefnandi ók strætisvagninum, eða
skömmu eftir. Ef stefnandi hefur kennt alvarlegrar vanheilsu við
vinnu sína, hefði hann átt að gangast undir rannsókn þá þegar sjálfs
sín og annarra vegna, en ekki er að sjá, að hann hafi leitað læknis
á þeim tíma. Þau einkenni, sem stefnandi kvartar yfir löngu seinna,
eru almenns eðlis og ekki sérkennileg fyrir kolsýrlingseitrun. Spurn-
ingunni um það, hvort vanheilsa stefnanda sé „sennileg afleiðing af
starfi hans sem ökumanns lijá Strætisvögnum Revkjavíkur“, svarar
læknaráð því neitandi.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 16. febr.,
staðfest af forseta 20. s. m. sem álitsgerð og úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur, kveðnum upp 5. júni 1951, var
stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Málskostnaður féll niður.
2/1951.
Sakadómarinn í Reykjavík, sem skipaður er setudómari í máli
þessu, hefur með bréfi, dags. 13. jan. 1951, samkvæmt úrskurði
kveðnum upp í bæjarþingi Hafnarfjarðar 12. jan., óskað umsagnar
læknaráðs í málinu: Þ. G-son og S. J-dóttir gegn K. A-syni og K. S-
syni.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 3. febr. 1948 varð S. J-dóttir, gift kona til heimilis á . ..stíg
i ...firði, f. 9. des. 1901, fyrir slysi á mótum R-vegar og H-götu í
...firði með þeim hætti, að jeppabifreið, eign K. S-sonar, sem K.
A-son hafði á leigu og notaði við ökukennslu, var ekið á hana, þar
sem hún var á gangi á stígnum með ungri dóttur sinni, G. að nafni,
með þeim afleiðingum, að dóttirin beið bana, en hún sjálf slasaðist
og var samstundis flutt í sjúkrahús ...fjarðar. Vottar spítalalæknir
•.., hinn 17. febr. 1948, á þessa leið:
„Hún var mjög shockeruð, fölleit, linur púls, en reglulegur. Stór
kúla (hæmatom) á lófastórum bletti á miðju hægra læri, utanvert,
marblettur á vinstra brjósti og á báðum handleggjum rétt fyrir ofan
olnboga.
Hún var mjög lítilfjörleg fyrstu dag'ana eftir slysið, púls áfram-
haldandi linur, svefn órór og lítill, og leið illa andlega séð. Hún hef-
ur nú fótavist, en er máttfarin. Bletturinn á lærinu er enn aumur
og bólginn, en hinir blettirnir eru nú að mestu horfnir og engin
oymsli þar.
Hvort hún nær sér fyllilega eftir slysið eða hve langan tíma það
muni taka, get ég ekki sagt nú.“
Starfandi læknir í Reykjavík, sérfræðingur í taugasjúkdómum ...
sem stundað hefur S. frá 30. marz 1948, vottar 2. maí s. á.:
„Hún upplýsir, að hún hafi alltaf verið hraust sálarlega, einkum
aldrei haft þunglyndisköst.
Fyrir 3 árum var menstruation stöðvuð með röntgengeislum vegna
Vöðvaæxlis í móðurlífi.
31