Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Síða 248
246
Frá 1. júlí til 31. des. 1949 ................ 60 %
Frá 1. jan. til 28. febr. 1950 ................ 50 %
Frá 1. marz til 30. apríl 1950 ................ 40 %
Frá 1. maí til 30. júní 1950 ................ 20 %
Um varanlega örorku sem afleiöingu af slysinu er erfiðara að dæma.
Sjálf segist slasaða hafa getað leyst af hendi heimilisstörfin að mestu
síðan í byrjun júlí 1950, og í vottorði . .. (sama læknis) frá 7. þ. m.
er slasaða talin fær um að sinna venjulegum hússtörfum, en jafn-
framt talið nokkurn veginn víst, að hún nái sér aldrei að fullu and-
lega vegna slyssins.
Ég verð að líta svo á, að slíku sálarástandi, sem þessi kona virðist
hafa, geti tæpast fylgt full starfsgeta, og sé þetta sálarástand afleið-
ing slyssins, sem naumast verður dregið í efa, er hér um varanlega
örorku vegna slyssins að ræða. Tel ég hana varlega áætlaða 10%.
Rétt er að taka það fram, að ekki er tekið tillit til sjúkdómsins í
vinstra hnélið, vegna þess að ekki er að fullu sannað, að hann sé af-
leiðing slyssins. Væri hann hins vegar talinn með, myndi ég áætla
varanlega örorku vegna slyssins ekki undir 15%.“
Við réttarhöld 15. des. 1950 voru svohljóðandi spurningar lagðar
fyrir tryggingaryfirlækni:
„1. Er 100% örorka miðuð við, að konan hafi verið fullvinnandi
og heil heilsu að öllu leyti og fullri starfsorku miðað við aldur sinn'?
2. Á hverju byggir hann, að konan hafi fengið heilahristing, og
hvaða áhrif hefur það á örorkumatið?
3. Byggist örorkumatið verulega á sálfræðilegum atriðum, og hefur
það verið athugað, hvort það eigi ekki einnig rætur (að rekja) til
sjúkdóma fyrir slysið bæði á henni sjálfri og heimilisfólki hennar?
4. Telur hann ekki, að konan hafi verið veikari fyrir andlegri
áreynslu vegna fyrri sjúkdóma og það geti átt þátt í örorku hennar?“
Svaraði tryggingaryfirlæknir spurningum þessum þannig:
„Um 1: Já. Miðað er við, að hún hafi verið fullvinnandi miðað við
aldur sinn, þegar slysið varð.
Um 2: Fyrst og fremst af vottorði ... (sama læknis), rskj. 32
(dags. 7. nóv. 1950). í öðru lagi byggist þetta álit á þeirri umsögn
hinnar slösuðu sjálfrar í viðtali við vitnið, sem fram fór í viðtalsstofu
tryggingaryfirlæknis 6. september 1950, að hún hefði misst meðvit-
und við slysið og ekki komið til sjálfrar sín, fyrr en verið var að
taka hana upp og flytja burt af slysstaðnum. Og í þriðja lag'i af
gangi sjúkdómsins eins og hún lýsir honum sjálf og kemur frani i
læknisvottorðum, sérstaldega í læknisvottorðum ... (sama læknis).
Vitnið tekur fram, að heilahristingur sé langt frá því að vera
útilokaður, þó ekki sé sannað, að slasaða hafi fengið beinan áverka
á höfuðið.
Um 3: Viðvíkjandi fyrri hluta spurningarinnar vísar vitnið i grein-
argerð sína (sbr. hér að framan): „Kvartanir hennar . .. sálræns
eðlis.“
Síðari hluta spurningarinnar svarar vitnið neitandi, það hafi ekki
verið athugað, sökum þess að ekkert hafi legið fyrir um þá sjúk-