Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Qupperneq 251
249
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að óskað er, að ráðið „láti réttinum í té álit sitt á því, hvort mat
tryggingaryfirlæknis á réttarskjali nr. 31 á örorku S. J-dóttur sé rétt,
og sé eigi svo, þá i hverju skekkjan sé fólgin“.
Ennfremur er þess óskað, að læknaráð svari þessum spurningum
á réttarskjali nr. 44:
„1. Verður ráðið af þeim læknisvottorðum og öðrum gögnum, sem
liggja fyrir, að starfsorka frú S. hafi verið skert af sjúkdómi fyrir
slysið?
2. Verður ráðið af þeim læknisvottorðum og öðrum gögnum, sem
fyrir liggja, að frú S. hafi fengið heilahristing við slysið?
3. Verður ráðið af þeim læknisvottorðum og öðrum gögnum, sem
fyrir ligg'ja, að frú S. hafi meiðzt í vinstra hné við slysið?"
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Læknaráð telur, að varanleg skerðing á starfsorku hljótist ekki af
slysinu. Að öðru leyti fellst ráðið á örorkumat tryggingaryfirlæknis
á réttarskjali 31, þ. e. til 1. júlí 1950.
Spurningum á réttarskjali 44 svarar læknaráð á þessa leið:
Ad 1) Samkvæmt þeim gögnuin, sem fvrir liggja, er ekki sjáan-
legt, að starfsorka stefnanda hafi verið skert af sjúkdómi fyrir slysið.
Ad 2) Aðaleinkenni heilahristings er meðvitundarleysi, sem kem-
ur samstundis og slysið vill til. Engar upplýsingar liggja fjrrir um
það, hvort konan hefur orðið meðvitundarlaus við slysið, og ekki
verður í það ráðið af sjúkdómseinkennum hennar, hvort hún hefur
fengið heilahristing, enda skiptir það litlu máli, þar sem auðsætt er,
að konan hefur orðið fyrir alvarlegu andlegu áfalli.
Ad 3) Nei.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 21. febr.,
staðfest af forseta 22. s. m. sem álitsgerð og úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Hafnarfjarðar, kveðnum upp 7. maí 1951, voru
stefndir dæmdir in solidum til að greiða stefnendum kr. 12 165.65 með 6% ársvöxt-
um frá 3. febrúar 1948 til greiðsludags og kr. 2 000.00 í málskostnað.
3/1951.
Sakadómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 21. marz 1951,
óskað í sjöunda sinn eftir umsögn læknaráðs varðandi réttarrann-
sókn um „meinta óleyfilega eyðingu fósturs“, en um mál þetta hafði
læknaráð áður látið dómaranum í té umsagnir sinar með úrskurð-
tirn, dags. 23. júní, 5. ágúst, 14. okt. og 29. des. 1949 og 18. marz og
22. apríl 1950.
Málsatvik eru þau,
sem greinir í fyrr nefndum læknaráðsúrskurðum, að því viðbættu,
að í málinu, sem nú er fyrir hæstarétti, hafði farið fram framhalds-
rannsókn samkvæmt kröfu verjanda hins saltborna læknis. í réttar-
32