Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Síða 255
253
benti til fósturláts, frá því að hún lcom frá J. S-syni og þar til vitnið
skoðaði hana?
4. Hvenær kora vitnið á .. .stíg 15 í umrætt skipti, og hvað lengi
dvaldi það þar?
5. Veit vitnið, hver hlutaðist til um, að stúlkan væri flutt á Land-
spítalann?“
Fyrrverandi aðstoðarlæknir héraðslæknis svaraði spurningunum í
réttinum á þessa leið:
„Ad 1) Vitnið kom á . ..stíg 15 dómaranum til aðstoðar við yfir-
heyrsluna.
Ad 2) Vitnið skoðaði ekki stúlkuna, en leit þó á hana lauslega og
sá, að hún lá á bekk í náttkjól með sæng ofan á sér. Þegar sængin
var tekin af henni, minnir vitnið, að stúlkan hafi verið buxnalaus,
cg hafði bómull við kynfærin og blóð ekki sjáanlegt, og virtust fæð-
ingarhríðir ekki sjáanlegar og líðan stúlkunnar þjáningarlaus. . ..
(héraðslæknir) leit á stúlkuna með vitninu i umrætt skipti. Vitnið
tekur fram, að eins og á stóð, þótti þeim réttast, að stúlkan yrði
skoðuð af sérfræðingi.
Ad 3) Vitnið svarar spurningunni neitandi, enda var hún ekki að
því spurð.
Ad 4) Vitnið heldur, að það hafi komið á skrifstofu sakadómara
um kl. 3, en farið á ...stíg 15 kl. um 4. Yfirheyrslan á ...stíg 15
tók rúman klulckutíma.
Ad 5) Nei, það veit vitnið ekki um.“
Fyrrverandi héraðslæknir svaraði spurningunum á þessa leið fyrir
rétti 19. marz:
„Ad 1) Já, eins og fram kemur í réttarskjölunum.
Ad 2) Vitnið skoðaði stúlkuna ekki öðruvísi en að það leit laus-
lega á hana og minnir, að hún hafi verið buxnalaus, og hafði hún
bómull við kynfærin. Bóinullin var lítið eitt blóði lituð, en engin
alvarleg blæðing sjáanleg. Stúlkunni virtist líða sæmilega vel, og gat
það ekki séð, að hún hefði þjáningar, og gat það ekki séð, að hún
hefði fæðingarhríðir. Bómullin var ekki gegnbleytt, heldur aðeins
blóðblettur að innanverðu. Vitnið getur þess, að því hafi þótt réttast,
að sérfræðingur skoðaði stúlkuna.
Ad 3) Vitnið spurði hana að því, hvort að það liefði blætt nokk-
uð, og svaraði hún þá, að blætt hefði lífils háttar.
Ad 4) Vitnið telur, að það geti hafa verið laust fyrir kl. 4 e. h.,
en vitnið man ekki nákvæmlega, hvað yfirhejTslan tók langan tíma.
Ad 5) Fellur niður.“
1 sama réttarhaldi (19. marz) lagði dómarinn fram 28 spurningar,
er sækjandi óskaði, að lagðar yrðu fyrir yfirlækni handlæknisdeildar
Bandspítalans, Guðmund próf. Thoroddsen. Tvær síðustu spurning-
arnar varða ekki læknisfræðileg atriði, en hinar 26 eru svohljóðandi:
„1. Gat himnustunga framkvæmd árdegis 26. apríl 1949 valdið
fósturláti að kvcldi liins 28. s. m., það er eftir ca. 2% sólar-
hring?
2. I skýrslu vitnisins til sakadómara 28. april 1949 segir það, að
venjuleg „tampontöng“ (þverinál c. 4 mm) hafi varla gengið lengra