Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 260
258
rannsókn. Prófessor Thoroddsen opnaði leggöng konunnar með spec-
ulum þvi, sem lagt hafði verið til, og fór svo með kannann þar upp
án þess að nota kúlutöng. Hversu langt hann fór upp með kannann,
sá ég ekki, en að tilrauninni lokinni, taldi hann sjálfur, að engin tor-
rnerki hefðu verið á því að komast með hann upp í leghálsgöngin,
en ekki þykir mér sennilegt, að hann hafi talið ráðlegt, vegna ástands
konunnar, sem mér var sagt, að væri barnshafandi, að fara með kann-
ann alla leið upp í legið sjálft.“
Ad 2) „Líklegt þykir mér, að hægt hefði verið að skadda egg með
kannanum, þótt ég treysti mér ekki til að segja ákveðið um það, þar
sem tilraunin vitaskuld náði ekki svo langt.“
Að gefnu tilefni frá verjanda ákærða J. telur vitnið líklegt, að
allmiklu máli skipti í þessu sambandi, hvort eggið liggur hátt eða
lágt í leginu. Einnig aldur fóstursins.
f réttarhaldi 21. marz var lagt fram bréf sækjanda (rskj. 9), þar
sem hann áréttir ósk sína í réttarhaldi daginn áður, um að leggja
málið enn fyrir læknaráð. Kveður hann sig hafa æskt þess, að dóm-
arinn beindi því til læknaráðs „að láta upp álit sitt um hina læknis-
fræðilegu hlið málsins í tilefni þess, er nvtt kynni að hafa komið upp
í framhaldsrannsókninni. Sérstaklega æskti ég þess, að læknaráðið
yrði beðið að gera ákveðnar athugasemdir við framburð prófessors
Guðmundar Thoroddsen, ef og eftir þvi, sem því virðist ástæða til.“
Enn fremur æskir sækjandi þess, að læknaráð „verði beðið að at-
huga allar læknisfræðilegar spurningar til nefnds prófessors og
svör hans við þeim sérstaklega vel. Enn fremur að háttvirt lækna-
ráð verði beðið að semja sjálfstæð svör við þeim læknisfræðilegu
spurningum okkar hrl. ólafs Þorgrímssonar og hrl. Einars Arnórs-
sonar í þeim tilvikum, er það kann að telja rétt að svara þeim á
einhvern hátt annan en prófessor Guðmundur hefur gert. Þá fer ég
og fram á, að háttvirt læknaráð verði beðið um að taka sjálfkrafa
fram þau læknisfræðilegu atriði, er því kann að virðast þess eðlis,
að áhrif hafi á málalok, en okkur málflutningsmönnunum kann að
hafa láðst að spyrja sérstaklega um.
Loks æski ég þess, að háttvirt læknaráð verði beðið að segja til
um, hvort framhaldsrannsóknin haggi í einhverju fyrri ályktunum
þess.“
Málið er að þessu sinni lagt fijrir læknaráð á þá leið,
að óskað er, að ráðið láti uppi „álit sitt um svör . .. við læknis-
fræðilegum spurningum“, er bornar hafa verið fram við framhalds-
rannsókn málsins, „og ef ráðið er ekki samþykkt þeim (þ. e. svör-
unum) öllum, að það skýri þá frá, í hverju það er. Þá er beiðzt álits
ráðsins um, hvort framhaldsrannsóknin brevti í nokkru fyrri álits-
gerðum ráðsins, og sé svo, þá í hverjum atriðum. Loks er þess beiðzt,
að ráðið verði við tilmælum sækjanda málsins í rskj. 9 í framhalds-
rannsókn málsins eftir því, sem það telur sér skylt.“
Áður en réttarmáladeild afgreiddi málið til læknaráðs, sat yfir'
læknir handlæknisdeildar Landspítalans, Guðmundur prófessor Thor-