Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Side 262
260
höfðu, í samráði við réttarmáladeild, með bréfi, dags. 11. þ. m., vísað
málinu frá með þeim rökstuðningi, að mál þetta þyki „ekki á þann
veg lagt fyrir ráðið, að því beri að taka það fyrir til meðferðar“. Með
nýju bréfi, dags. 12. þ. m., endursendir sama ráðuneyti læknaráði
bréf sækjanda og óskar þess ákveðið f. h. ákæruvaldsins, að lækna-
ráð svari spurningum hans. Er þetta í áttunda sinn, sem óskað er
umsagnar læknaráðs í máli þessu. Áður hefur læknaráð látið saka-
dómaranum í Reykjavík í té umsagnir sínar með úrskurðum, dags.
23. júní, 5. ágúst, 14. október og 29. desember 1949, 18. marz og 22.
apríl 1950 og 4. apríl 1951.
Málsatvik eru þau,
sem greinir i fyrr nefndum læknaráðsúrskurðum, að viðbættu því,
að sækjandi hefur, síðan málið var síðast til meðferðar fyrir
læknaráði, ritað dómsmálaráðuneytinu framan greint bréf. Umræddar
spurningar í bréfi sækjanda og önnur efnisatriði þess eru svohljóð-
andi:
„1. Hver eru þau réttarlæknisfræðilegu atriði, sem benda til þess,
að fósturlát G. Ó-dóttur hafi orðið af mannavöldum? Gerið svo vel
að telja þau öll upp.
2. Hver eru þau réttarlæknisfræðilegu atriði, sem benda til, að
fósturlátið hafi verið ósjálfrátt (spontant)? Gerið svo vel að telja
þau öll upp.
3. Hvort eru veigameiri þau réttarlæknisfræðilegu atriði, seni
benda til sjálfráðs fósturláts (þ. e. fósturláts af mannavöldum), eða
hin, er benda til ósjálfráðs (spontant) fósturláts, og hver er stig-
munur þeirra?
Þar eð sönnun aðalákæruatriðisins í framan greindu máli hlýtur
öðrum þræði að byggjast að verulegu leyti á atriðum læknisfræðilegs
eða réttarlæknisfræðilegs eðlis, þykir mér nauðsynlegt að fá alveg
nákvæm og tæmandi svör háttvirts læknaráðs við spurningum þess-
um.
Til skýringar vil ég geta þess, að athugasemd réttarmáladeildar
læknaráðs (í álitsgerð hennar 20. júní 1949 á bls. 54—63 í ágripi
bæstaréttarmálsins) við svari Guðmundar prófessors Thoroddsen við
9. spurningu í bréfi sakadómara til héraðslæknisins í Reykjavík 23.
maí 1949 (sbr. bréf sakadómara til Guðm. prófessors Thoroddsen
25. maí 1949) virðist vart verða skilin á annan veg en þann, að rétt-
armáladeildin líti svo á, að öll læknisfræðileg atriði málsins bendi
til sjálfráðs fósturláts (þ. e. fósturláts af mannavöldum), sbr. t. d.
setninguna: „Ekkert hefur komið fram, sem gefið gæti aðra skýringu
á umræddum verksummerkjum, og ekki er neinum einkennum lýst
á konunni, sem bent gætu á byrjandi sjálfkrafa fósturlát". Hins
vegar brestur nákvæma og tæmandi upptalningu, þar sem greind séu
nákvæmlega öll læknisfræðileg atriði, sem benda til sjálfráðs fóstur-
láts (sbr. 1. spurningu mína í bréfi þessu), svo og á sama hátt upp-
talningu þeirra læknisfræðilegu atriða, er kynnu að geta bent til
ósjálfráðs (spontant) fósturláts (sbr. 2. spurningu mína í bréfi
þessu).