Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 265
263
Hægri handleggur: Bursa olecrani (olnbogapokinn) er á stærð við
hænuegg og húðin með léttum roða og dálítið hvítari en húðin
annars staðar á handleggnum út i frá. Við áþreifingu eru nokkur
eymsli og greinilega aukinn vökvi í pokanum, en auk þess er smá
grjónlaga korn að finna í þessum vökva.
Við athugun á baki sést móta fyrir bláma í húðinni á hægri lend
inn við spjaldbeinsliðamótin. Eymsli eru þar samt engin. Hins vegar
kvartar slasaði um þreytu í mjóbaki við minnstu áreynslu, sérstak-
lega ef hann ætlar að taka eitthvað þungt upp í fangið. Hreyfingar
í lendarliðum eru alveg eðlilegar. Fætur sömuleiðis eðlilegir, og hann
þreytist ekki við gang í þeim.
Ályktun: Af sögusögn slasaða og skoðun minni virðist vera, að
um allmikinn áverka hafi verið að ræða. Telja verður líkur fyrir,
að meiðslin á hægri olnboga mannsins hafi valdið bólguþrota þeim,
sem þar er nú, þótt hins vegar séu meiri líkur til, að grjón þau, sem
í hlífðarpokanum voru finnanleg við skoðunina, séu mynduð löngu
fyrr, enda þekkt fyrirbæri hjá erfiðismönnum.
Örorka slyssins virðist hæfilega metin sem hér segir:
Fyrir 1 mán. eftir slysið ............. 100 % örorka.
— 1 — þar á eftir slysið ....... 75 % —
— 1—-------------— — 50% —
— 1— -----— — 30% —
Þar sem ennþá er ekki lcominn fullur bati, tel ég ekki unnt að
segja um áframhaldandi örorku, en meiðslin virðast ekki benda til
varanlegrar örorku, þótt hins vegar séu líkur fyrir, að traumatisk
neurosis muni geta þjáð manninn eitthvað framvegis.“
3. Vottorð, dags. 18. ágúst 1948, frá starfandi lækni í Reykjavík,
•.. þar sem hann lýsir skoðun sinni á stefnanda hinn 9. s. m. 1
framhaldi af áðurgreindum vottorðum, sem læknirinn vísar til, segir
svo í vottorði hans:
„G. telur sig hafa verið óvinnufæran frá því slysið vildi til. Hann
kvartar um stöðugan verk neðan til í mjóbaki. Verkur þessi versnar
við alla áreynslu, einkanlega við beygingu fram á við. Hann hefur því
ekki enn sem komið er getað unnið neina vinnu, er krefst þess, að
hann þurfi að vera álútur eða lyfta þungum hlutum af jafnsléttu.
Hann hefur nú engin óþægindi í hægri olnboga. í des. 1947 skoðaði
• •. (sérfræðingur í handlækningum og bæklunarsjúkdómum í
Reykjavílt) G. og ráðlagði honum að fá sér leðurbol, bakinu til
stuðnings. G. hefur nú notað þessar umbúðir í % ár, og líðanin í
baki hefur í þann tíma verið nokkru betri í hvíld, hins vegar fær
hann eftir sem áður strax verki í bakið, ef hann nokkuð á sig reynir.
Við skoðun í dag finnst eftirfarandi:
Hryggurinn er eðlilegur útlits, er sjúklingurinn stendur beinn.
Hann getur beygt sig áfram, þar til fingur eru um 20 cm frá gólfi.
Hann beygir sig með mikilli varúð og kveðst við það fá sáran verlc
í mjaðmir og neðst í mjóbakið, er hann hefur beygt sig um 70°. Hann
getur sama og ekkert beygt sig afturá bak, og beyging til hliðar er
einnig takmörkuð.
Við skoðun á röntgenmyndum, er teknar voru 9. okt. 1947, sjást