Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Qupperneq 269
267
um tiina á Vífilsstaðahæli, en náði fullri heilsu. Er hún sögð myndar-
kona. Bróðir R., S. að nafni, 37 ára gamall, er kvæntur vörubílstjóri,
lieilsugóður og sagður reglusamur í lifnaðarháttum. Faðir þeirra, K.
S-son, hefur tjáð mér, að sér sé ekki kunnugt um geðveiki, áberandi
skapgerðarveilur né drykkjusvki í sinni ætt né konu sinnar.
R. fæddist fullburða með eðlilegum hætti og dafnaði vel. Hann
fór að ganga og tala og segja til þarfinda sinna á eðlilegum aldri og
var yfirleitt ekki kvillasamur á barnsárunum. Níu ára gamall varð
hann undir bíl og lærbrotnaði, og ári síðar lenti liann enn undir bíl.
Þá brotnuðu báðar pipur vinstri fótleggjar. Ekki mun hann hafa
hlotið neina áverka á höfði við slys þessi, og eftir beinbrotin náði
hann sér að fullu. Þegar hann var 11 ára, varð vart hjá honum
bólgu í lungnaeitlum (berklabólga?), og naut hann þá um tíma ljós-
lækninga á Landspítalanum. Sumarið eftir dvaldi hann á Silunga-
polli, heimili Oddfellovva fyrir heilsuveil börn, og mun hann ekki
eftir það hafa kennt þessa sjúkdóms. Að öðru leyti var hann líkam-
lega heilsugóður á uppvaxtarárum.
Um skólanám sitt farast R. svo orð: „Áður en ég hóf nám í barna-
skóla, var ég lítils háttar í tímakennslu hjá frk. Þ. H-son. Ég byrj-
aði svo nám í barnasltóla á tilsettum tíma, og varð frú E. T-dóttir
aðallcennari minn. Hún taldi mig duglegan við lestrarnámið og hrós-
aði mér yfirleitt.“ Annan veturinn i barnaskólanum og síðar mun
námið hafa gengið öllu verr. Hluta úr tveim vetrum sótti hann ekki
skólann vegna afleiðinga áður nefndra beinbrota, en einnig utan þess
tíma vanrækti hann námið og skrópaði títt í skólanum. Laulc hann
aldrei fullnaðarprófi skólabarna, en var hins vegar fermdur á tilskild-
um aldri. Þegar hann 16 ára gamall dvelst á Ivleppi í athugunarskyni,
er þetta skráð um kunnáttu hans: — „les og skrifar heldur illa, rétt-
ritun slæm“.
I ritaðri frásögn tjáir R. mér eftirfarandi frá bernsku sinni: „For-
eldrar mínir v'oru mjög fátækir. Ekki skorti mig þó fæðu hjá þeim
það ég man, en mig langaði oft til að eignast leikföng og annað,
sem þau höfðu ekki efni á að veita mér. Annars voru foreldrar mínir
mér ekki vex-ri eða betri en aðrir fátækir ómenntaðir foreldrar eru
hörnum sínum yfirleitt.“ Enn fremur segir hann: „Líklega þegar ég
Var 5—6 ára, þá fór móðir mín í kaupavinnu að A. í . . .hlíð, og fór
ég með henni þangað, þar var ég með henni um sumarið, og næsta
sumar fór ég einnig þangað einn, og var ég þar einnig veturinn þar
á eftir. Ekki man ég eftir, að ég tæki nokkru sinni eigur annarra á
tessum árum né ætti í neinum vandræðum.“ Loks segir hann í sömu
frásögn: „Litlu eftir að ég komst á fætur (þ. e. eftir fyrra beinbrotið,
9 ára gamall) og mér batnaði, mun ég einstöku sinnum hafa tekið
aura frá móður minni til að kaupa mér sælgæti fyrir, og eins vræri
ég svangur, þá tók ég út í bakarísreikning föður míns vínarbrauð.
Éyrir þessi tiltæki var ég barinn og skammaður, og ég fékk vonda
samvizku, en forhertist aðeins við það að vera skaminaður, enda var
ég skammaður í reiði föður míns, en ekki viti.“
Hann virðist á skólaárum hafa aðhyllzt miður góða félaga og ejrtt
tínia sínum að miklu leyti á götunni, en aðhald frá heimili og skóla