Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 270
268
mun hafa verið lítið. Er þess getið í málsskjölum hans, að þegar
faðir hans hafi ávítað hann fyrir óknytti, hafi móðirin reynt að mæla
honum bót. Sjálfur mun drengurinn hafa verið geðríkur og stíflynd-
ur. Innan við 10 ára aldur er hann farinn að stela. Segir hann, að
i fyrstu hafi hann í félagi við lítið eitt eldri dreng stolið tómum
flöskum, sem þeir síðan hafi selt. Andvirðið notuðu þeir til sælgætis-
kaupa og bíóferða. Aðra óknytti hafði hann og i frammi, var t. d.
kærður fyrir klám í kennslustund, og 12 ára gamall er hann viðrið-
inn allumfangsmikil kynferðisafbrot skólabarna. Þá sýktist hann af
lekanda. Hegningarvottorð R. hefst á því, að í apríl 1931 (þá á 10.
ári) er hann kærður fyrir þjófnað og málið afhent barnaverndar-
nefnd. Næst er hann kærður fyrir sams konar afbrot í marz 1932
og þá sleppt með áminningu. Tæplega 14 ára gamall er hann tvívegis
kærður í sama mánuði, fyrst fyrir þjófnað og síðan fyrir ósæinilega
hegðun. Um þessi efni farast honum svo orð við mig: „Við það að
lenda aftur og aftur í lögreglunni, kom óorð á mig, og sumir for-
eldrar bönnuðu börnum sínum að vera með mér. Við þetta held ég
að ég hafi forherzt og orðið kaldari.“ Enn fremur kemst hann þannig
að orði í því, sem hann ritar fyrir mig: „Um haustið fór brátt allt
í sama farið aftur með mig, ég lenti í slæmum félagsskap og var
sjálfur slæmur, ég lenti í afbrotum sem fyrr, og oft talaði barna-
verndarnefnd við mig, ég var intelligens-prufaður af dr. Símoni Jóh.
Ágústssyni, en vildi ekki anza spurningum hans vegna stífni, sem í
mig kom við orð hans.“
Að lokinni skólavist og fermingu heldur hann uppteknum hætti
um slæpingshátt og margs konar afbrot. Hann er stuttan tíma sendi-
sveinn í fiskbúð, en annars verður ekkert úr reglubundnu starfi. Sagt
er, að honum hafi verið komið fyrir í unglingavinnu, að hann hafi
rækt hana mjög illa, falsað í einkunnabók sína og stolið á vinnustað.
Fjórtán ára gamall byrjar hann að neyta áfengis og gerir það síðan
öðru hvoru. Þegar hann er á 15. ári, er hann tvisvar (17. og 24. nóv.
1936) kærður fyrir þjófnaði, og málin afgreidd til barnaverndarnefnd-
ar. Hún kemur honum þá fyrir að ...stöðum á ...nesi. „Þarna
átti ég að vera um óákveðinn tíma“, segir R., „og hjálpa S. (bónd-
anum) við gegningar og annað. Ég var þarna í nokltra mánuði, en
þá varð missætti á milli okkar S. með þeim afleiðingum, að ég fór
heim til R-víkur aftur.“
í janúar 1937, þá nýlega orðinn 15 ára, er hann kærður fyrir ölvun
á dansleik. í febrúar sama ár berast á hann fimm kærur vegna þjófn-
aða, og er þeim málum vísað til barnaverndarnefndar. Næsta vor var
honum komið fyrir að H. í ...dal, og dvelst hann þar sumarlangt.
Mun hann ekki hafa komið sér illa þar. „Hlaut ég heldur góð með-
mæli að H., en lítið kaup, vann ég þó sæmilega“, segir hann sjálfur.
Varla er hann fyrr kominn til R-víkur en hann byrjar að stela,
og er hann kærður fyrir það brot 15. september.
1 október 1937 fer hann með öðrum pilti og tveim stúlkum á dans-
leik og neytir þar áfengis. Að dansinum loknum hyggst hann aka
dömunni heim. Brýzt hann fyrst inn í bifreið, sem hann kemur ekki
af stað. Stelur þá annarri og festir hana í aurbleytu í Skerjafirði, og