Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Qupperneq 272
270
dreng“ á danskt kaupfar, sem hér var statt, og sigldi með því frá
Reykjavík 26. september áleiðis til Canada. Var hann síðan í far-
mennsku næstu þrjú árin og kom hingað til lands aftur 4. des. 1942.
Mun hann þá hafa verið á samtals 14 skipum og komið' á hafnir í
Norður- og Suður-Ameríku, Bretlandi, Norðurlöndum, Suður-Evrópu
og Ástralíu. Kaup var lágt, en áhættuþóknun rifleg, þegar siglt var
á hættusvæðum. Heim kom hann slyppur og snauður. Hann kveðst
hafa neytt áfengis jafnaðarlega á þessum árum, en ekki óhóflega.
1941 sýktist hann af syfilis og hlaut meðferð á Bellevue-spítala í
New Yorlc.
Um störf sín eftir heimkomuna segir R. þetta: „Var atvinnulaus
fyrst um sinn, en komst svo í svo nefnda Bretavinnu. Seinna fékk
ég svo vinnu í Hitaveitunni og var þar alllengi. Upp úr því tók ég
minna bílpróf og fór nokkru seinna að keyra vörubíl fyrir S. á
. . .fossi, en varð að hætta sökum óreglu eftir nokkra mánuði. Eign-
aðist bíl sjálfur og var í akkorðsvinnu, keyrði rauðamöl úr Rauðhól-
um í Reykjavíkurflugvöll."
Allmikið virðist bera á drykkjuskap hans eftir heimkomuna. Fáum
dögum eftir að hann kemur í land, er hann sektaður fyrir ölvun á
almannafæri og aftur í febrúar 1943. í apríl 1944 fær hann dóm lög-
regluréttar, 15 daga varðhald og er sviptur ökuskírteini ævilangt,
fyrir ölvun við bifreiðaakstur. Á því ári er hann einnig tvívegis (í
júní og september) sektaður fyrir úlvun á almannafæri. Vorið 1944
situr hann 50 daga á Litla-Hrauni og afplánar dóma, en er náðaður
28. júní, ásamt öðrum föngum, vegna lýðveldisstofnunar. Ekki er
mér kunnugt um athafnir hans eða störf sumarið og haustið 1944,
en sjálfur segir hann svo frá því: „Komst litlu seinna að sem hús-
vörður á Hótel H..., fyrst í forföllum föður míns, en síðar sem
fastur húsvörður, átti ég m. a. að vaka um nætur frá kl. 11 að kvöldi
til 7 að morgni.“ Samkvæmt vitnisburði kunningja hans vann hann
fyrst eitthvað hjá málara einum hér í bæ, en fór um haustið „að
vinna við sýningarnar í litla salnum í H...“. 1. febrúar 1945 er
hann ráðinn vökumaður við húseignina H... við . . .torg. Fær
hann fyrir það ca. 1000 kr. í kaup á mánuði og ókeypis húsnæði.
Þessu starfi heldur hann í eitt ár, en er rekinn frá því 1. febrúar
1946, sökum óreglu og slæpingsháttar. Eftir það er ekki um neitt
reglulegt starf að ræða, þar til hann er handtekinn um vorið.
Haustið 1944 mun hann fyrst byrja á amfetamínneyzlu. „Kunn-
íngi minn gaf mér eitt sinn tvær amfetamínpillur“, segir hann. „Eftir
þessar tvær pillur fór ég smátt og smátt að nota þær, i fyrstu til
að halda mér vakandi, en seinna af nautn.“ Svo A-irðist sem nautna-
lyf þetta uppræti hjá honum ilöngun í áfengi, enda notar hann það
í sífellt stæriú skömmtum. Kveðst hann síðari hluta árs 1945 og fyrri
hluta 1946, þar til hann er tekinn fastur, að jafnaði útvega sér 100
töflur annan og þriðja hvern dag. Faðir hans segir í vitnisburði
sínum: —- „stundum varð ég þess var, að hann hvolfdi í sig úr ein-
um pakka í einu, en það munu vera 100 töflur. Rann þá af honum
svitinn, og hann svaf ekki og át ekki í langan tíma á eftir.“