Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Side 276
274
þar svo: „Jafnframt fór hann þess á leit, að sér yrði treyst jafnt öðr-
um föngum og leyft að ganga til vinnu með þeim. R. hóf svo vinnu
með föngunum. 1 fyrstu gætti nokkurs óróa og eirðarleysis í frain-
komu hans, sem meðal annars lýsti sér í því, að vont var að halda
honum við sama verk til lengdar, en síðar breyttist þetta, og hefur
hann gengið að allri almennri vinnu hér, án þess að frekar bæri á
eirðarleysi hjá honum. Framkoma R. hér hefur yfirleitt verið góð
miðað við framkomu annarra fanga, hann virðist sérlega geð-
mikill og reiðist illa, ef honum finnst sér gert á móti, eða ef hann
fær ekki sínum vilja framgengt, en er þá viss með að biðja afsök-
unar á breytni sinni síðar, er honum er runnin reiðin. Fyrir hefur
komið, að gripið hefur R. örvinglunar- og eirðarleysisköst, og hefur
hann þá oftast lagzt í rúmið og legið nokkra daga, en klæðzt svo
aftur og gengið til vinnu eins og áður. Vera má, að þetta stafi af því
vonleysi, sem hefur ásótt hann í sambandi við fangelsisvistina, þar
sem hann hefur ekki séð fyrir neinn endi á henni.“
Séra ..., tilnefndur tilsjónarmaður R., segir m. a. svo í bréfi til
sama sýslumanns, 3. desember 1948: „Fyrir þá kynningu get ég
vottað, að þótt skapgerð hans sé nokkuð óþjál og viljinn litt sveigj-
anlegur, er framkoman yfirleitt prúðmannleg og ekkert, sem ég veit
um, bendir til geðbilunar, nema ef nefna ætti örvinglunarköst yfir
fangavistinni og vonleysi yfir framtíðinni.“
Mjög í sama anda er vitnisburður þeirra . .., gæzlumanns á vinnu-
hælinu, og ..., verkstjóra þar (sbr. málsskjölin). Sá síðar nefndi
segir, að fanginn hafi verið hlýðinn og unnið möglunarlaust það,
sem honum var sagt að vinna. Hafi fanganum orðið það á að við-
hafa óviðurkvæmileg orð við verlistjórann, þá hefur hann fljótlega
beðizt afsökunar. Ekki urðu þessir menn varir neins þess, er benti
til geðbilunar hjá R.
1 eitt skipti virðist hann hafa brotið af sér í fangelsinu með óhlýðni.
3. jan. 1948 er í dagbók vinnuhælisins þetta bókað: „Klukkan um
hálf tvö í dag, þegar ég ætlaði að færa R. K-son í klefa sinn, neitaði
hann að hlýða. Færði ég hann þá í klefann með valdi. Hann varð
ofsareiður og gerði tilraun til að skera sig í handleggina með rakblaði,
særði hann sig dálítið. Þá var sóttur læknir hælisins, og batt hann
um sárin. Sefaðist liann þá von bráðar.“
R. hefur tjáð mér, að ástæðan til óhlýðni sinnar í þetta sinn hafi
verið sú, að honum fannst einum meðfanganum gert hærra undir
höfði en sér. Hann vildi ekki fara í klefa sinn, af því að öðrum fanga,
sem þar var nærstaddur á ganginum, var ekki fyrirskipað það sama.
Allmjög á annan veg er vitnisburður fangelsislæknisins . .. Hann
segir m. a. svo (10. des. 1948): „En þegar hann varð þess var, að
því mundi víðs fjarri, að ég legði trúnað á, að hann væri hinn end-
urkomni „Messías“, þá breyttist framkoma hans mjög til hins verra,
og það svo mjög, að enginn fangi, sem að Litla-Hrauni hefur dvalið,
hefur í minni nálægð og gagnvart mér komið eins ruddalega fram og
téður R. Hann hefur og aldrei beðið mig afsökunar á ruddalegri fram-
komu sinni við mig. — Ég held meðal annars, að fanginn sé haldinn
mikilmennskubrjálæði á hæsta stigi. Hann virðist álíta sig afburða-