Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Page 278
276
því í kynvilluátt. Fyrrverandi unnusta hans vottar, að hann hafi verið
mjög eðlilegur í kynferðislegum samförum þeirra. í fangelsinu kveðst
R. hafa þvingazt vegna ófullnægðrar kynhvatar, einkum framan
af.“
Frá yfirlækni geðveikrahælis ríkisins, dr. Helga Tóinassyni, liggja
fyrir vottorð í málinu, dags. 10. ágúst 1938, 22. jiiní 1946 og 29. maí
1949. Eru niðurstöður hans um geðheilbrigði sakbornings á þessa leið:
1. (10. ágúst 1938): „Hann er hvorki fáviti né geðveikur, en verð-
ur að teljast geðveill (psykopat).
Ræður þar vafalaust um meðfætt upplag hans og sennilega óheppi-
legt uppeldi, svo og vandræða félagsskapur, svo að hann lendir úti í
þjófnaði og alls konar öðrum glæpum, og virðist nú orðinn samvizku-
laus með öllu, ef svo ber undir.
Það er sennilegt, að hjarta eða æðakerfisveila hans hafi haft
nokkra þýðingu, sem sé þá, að hann þegar sem barn þreytist fyrr
þess vegna. Þegar hann er þreyttur, hættir honum við að verða úr-
illari og meira nervös, og hvorki hann sjálfur, foreldrar né aðrir at-
huga ástand hans sem slcyldi. Hann lendir í fleiri og fleiri árekstrum.
verður æ frekari, stríðnari, lygnari og ágengari, svo að honum hættir
enn þá meira að standa á sama.
Mér er ekki ljóst, hvað unnt er að gera við svona menn hér á landi.
Læknismeðferð kemur varla til greina, nema ef vera skyldi fullkomin
kastration, áður en allir hinir óheppilegu eiginleikar festast enn þá í
honum.“
2. (22. júni 1946): „Álit mitt á R. F. K-syni er sem fyrr, að hann
sé hvorki geðveikur né fáviti, en geðveill (psykopat).
Ævintýrin, sem hann hefur á ferðum sinum lent i, hæfa mjög þessu
upplagi hans. ósvífnin hefur ágerzt enn meira í honum á stríðsárun-
um, hysterisk frekjuköst og æfing í alls konar yfirskinsátyllum til
þess að ljúga sig frá þessu eða hinu. Margs konar klækir og hrekkja-
larögð, sem hann hefur lært af ýmsum, sem hann hefur verið með
á þessum ferðalögum, hafa og stuðlað að því að þroska hann til þess
að verða „fullkomnari“ glæpamaður.
Vera má að amfetamín, eða trúin á það, hafi aukið honum hug
til þess að ráðast í sum af innbrotunum, en hvort ofurhugmyndir þær,
sem hann hefur framsett undir ýmsum kringumstæðum, virkilega eru
meintar í alvöru, eða standa á nokkurn hátt í sambandi við verkun
þess, verður að telja vafasamt.
Líkur eru til þess, að það sé rétt, að hann hafi verið æstari og
óeðlilegri, er vandræði hans í kvennamálum voru sem mest, og hugar-
víl í því sambandi hafi að mestu valdið ruglingskafla þeim, sem hann
virðist hafa haft um áramótin 1945—1946. Aftur á móti virðist hann
hafa jafnað sig vel eftir það, því að aðalmeðstarfsmaður hans, G.
J-son, stúlka sú, sem var með honum upp á síðkastið, áður en hann
var tekinn, og fleiri, virðast alls ekki hafa látið sér detta í hug neitt
óeðlilegt í sambandi við hann. Framkoma hans við lögregluna virðist
rnér ótvírætt benda á simulation.“
3. (29. maí 1949): „Af öllum þessum gögnum framgengur að mín-
um dómi alveg ótvírætt, að maðurinn er alveg sá sami og hann hefur