Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Side 285
283
1 vottorði áður nefnds starfandi læknis í Reykjavik, dags. 8. maí
1950, þar sem ræðir um þessa röntgenmynd, segir svo: „Sársauki og
verkir eftir meiðslið 21. október 1948 hafa því að miklu leyti orsakazt
af mari eða tognun og sliti á vöðvum og böndum í bakinu. Hins ber
einnig að geta, að einkenni um gigt (spondylarthrosis) geta ágerzt
verulega eftir meiðsli lík því, sem hér um ræðir.“
1 vottorði fyrrnefnds nuddlæknis í Reykjavík, dags. 17. april 1951,
segir: „S. E-son hefur verið hjá mér til lækninga og endurtekinna
skoðana af og til síðan (þ. e. eftir slysið), og eins í vetur að staðaldri
og er það ennþá. Heldur virðist vera um bata að ræða, þó ennþá
séu miklar kvartanir frá bakinu.“
... starfandi læknir í Reykjavík ályktar samkvæmt framan greind-
um læknisvottorðum á þessa leið í vottorði (ódags. eftirrit): „Útlit
er fyrir, að maðurinn hafi hlotið talsvert mar, engin lýsing liggur þó
fyrir í vottorðum heimilislæknis né nuddlæknis, um stærð þess aðeins
sagt: „Marinn á baki og olnboga.“ Það er því eltki unnt að draga af
þeiin vottorðum ályktun um, hversu mikill áverkinn hefur verið.
Hvorugur þessara lælcna geta um, að röntgenmyndun hafi verið gerð
liér og má það sérstaklega teljast með ólíkindum, þar sem nuddlækn-
irinn ráðleggur slasaða að leita sér læknishjálpar utanlands. I Dan-
mörlcu sýnir röntgenmyndun, að um er að ræða kölkunarsjúkdóm í
baki, sem vissulega myndast ekki við umrætt slys og er því alger-
lega óviðkomandi. Hins vegar er það augljóst mál, að hvers konar
óvænt sveigja sem er getur valdið því, að beinmyndanirnar, sem oft
eru orðnar nærliggjandi taugastofnum, geta þrýst að þeim, en það
getur oft valdið langvarandi verkjum. Harla ólíklegt má teljast, að
slasaði hafi ekki verið þjáður í baki áður en hann varð fyrir slysinu,
en um það eru engar upplýsingar i vottorðum þeim, er fyrir liggja.
Örorka vegna slyssins telst hæfilega metin:
Fyrir 1 mán. fyrst eftir slysið 100 % örorka.
— 1 — þar á eftir slysið 75 % —
— 1 — — - — — 50 % —
— 2 — — - — — 35 % —
— 5 — — — — — 25 % —
~ 2 15 % —
Úr því má telja sanngjarnt að áætla 5—10% varanlega örorku hjá
slasaða.“
Málið er lagt fgrir læknaráð á þá leið,
að óskað er svars við eftirgreindum spurningum:
»1. Var för stefnanda til Kaupmannahafnar, sú er um getur i mál-
inu, þörf eins og á stóð?
2. Var rétt af stefnanda að fara för þessa með tilliti til ráðlegg-
ingar ... læknis (þ. e. fyrrnefnds nuddlæknis í Reykjavík)?
3. Fellst læknaráð á örorkumat ... læknis (þ. e. fyrrnefnds starf-
andi læknis i Reykjavík)? Ef ekki, hverja telur það hæfilega örorku
stefnanda vegna slyssins?“