Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Qupperneq 291
289
„Barn E. R. F. S-dóttur, fætt 2. júní 1949, er samkvæmt skýrslu
læknis og Ijósmóður fullburða fætt og er auk þess stórt og þroska-
mikið við fæðingu. Frá 15. október 1948 til 2. júní 1949 eru 230
dagar. Það verður því að teljast mjög ósennilegt, að umrætt barn sé
getið við samfarir 15. október 1948 eða eftir þann tíma.“
2. Vottorð sama læknis, dags. 29. október 1951, svohljóðandi:
„Ég hef verið beðinn að svara því, hver sé hugsanlegur getnaðar-
timi (fyrsti eða síðasti getnaðardagur) barns E. R. F. S-dóttur, sem
fætt er 2. júní 1949.
Meðgöngutími frá frjóvgun til fæðingar er venjulega talinn 270
dagar. Frá þessum tíma getur þó munað nokkru á hvorn veg, og
jafnvel talið, að munað geti allt að 30 dögum.
Samkvæmt því gæti barnið verið getið við samfarir þ. 6. ágúst
1948 (meðgöngutími 300 dagar) og í síðasta lagi þ. 5. október 1948
(meðgöngutími 240 dagar).
Annars vil ég leyfa mér að vísa til umsagnar minnar um þetta
mál í bréfi, dags. 27. f. m.“
3. Vottorð forstöðumanns rannsóknarstofu háskólans, Níels próf.
Dungals, dags. 7. júní 1951, um niðurstöður blóðrannsóknar i mál-
inu. Eru þær þessar:
Aðalfl. Undirfl. c D E
E. S-dóttir . Ai N + + +
H. S-son . Ai MN + + +
M. E. f. 2/6 ’49 . . Ai MN + + +
Samkvæmt þessari rannsókn er ekki unnt að útiloka H. S-son frá
faðerninu."
Málið er lagt fgrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er umsagnar ráðsins um það, „hvort það geti átt sér stað,
að barn það, sem kærandi þessa máls, ógift stúlka, E. R. F. S-dóttir,
ól fullburða 2. júnimánaðar 1949, geti verið ávöxtur af samföruin
hennar og kærða H. S-sonar. En samkvæmt því, sem kærandi hefur
haldið fram í málinu, hafa samfarir hennar og kærða fyrst átt sér
stað eftir 15. október 1948.“
Tillaga réttarmáladeildar um
Álgktun læknaráðs:
Frá 16. október 1948 til 2. júní 1949 eru 229 dagar. Engin líkindi
eru til þess, að svo vel þroskað barn, sem hér er um að ræða (55
cm og 4000 g), fæðist eftir svo stuttan meðgöngutíma.
Greinargerð og ályktunartillaga réttannáladeildar, dags. 20. nóv.
1951, staðfest af forseta 24. s. m., sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit: Með dómi aukaréttar Skagafjarðarsýslu 17. jamíar 1952 var kærði,
H. S-son, sýknaður af kröfu kærandi, E. R. F. S-dóttur, um að hann yrði dæmdur
faðir að barni hennar. Kostnaður af blóðflokkarannsókn, kr. 570.00, greiðist úr
ríkissjóði.
37