Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Síða 292
290
11/1951.
Borgardómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 23. nóvember,
samkvæmt úrskurði kveðnum upp í bæjarþingi Reykjavíkur s. d.,
óskað umsagnar læknaráðs í málinu: J. Þ-son, gegn Kaupfélagi ...-
firðinga.
Málavextir eru þessir:
Hinn 6. maí 1949 varð J. Þ-son, járnsmiður í . . .nesi, f. 20.
júní 1885, fyrir slysi með þeim hætti, að mjólkurflutningabifreið i
eign stefnds ók á hann, þar sem hann var á gangi til vinnu sinnar.
Var hann samstundis fluttur til héraðslæknisins í . .., sem lýsir
meiðslum hans á þessa leið í vottorði, dags. s. d.: „Brot á vinstra
fæti um miðjan legg, og brotin bein í hægri rist. Fractura cruris
inferioris sinistri. Fractura tarsi dextri. Contusiones.“ Héraðslæknir-
inn sendi slasaða samdægurs til Reykjavíkur, og var hann þar lagður
á handlæknisdeild Landspítalans og þar gert að meiðslum hans.
Lýsir aðstoðarlæknirinn ... meiðslunum á þessa leið í vottorði, dags.
27. júní 1949: „Brot á vinstri fótlegg + fibula, dislocerað. Mjög
mikil bólga á hægra fæti. Fractura cruris sinistri. Fractura metatarsi
IV & V dextri et contusio gravis pedis dextri.“ Slasaði lá á Land-
spítalanum til 25. júní s. á. og var þá látinn fara heim í gibsumbúð-
um. Var hann þar undir læknishendi. Síðan lá hann af nýju á Land-
spítalanum frá 11.—14. ágúst s. á. til endurnýjunar á gibsumbúðun-
um. Samkvæmt vottorði héraðslæknisins í . .., dags. 5. febrúar
1950, er stefnandi enn óvinnufær „vegna stirðleika og eymsla í fæt-
inum“, en iæknirinn skýrir frá, að gibsumbúðir hafi verið teknar
af honum í desembermánuði, og hann síðan notað límumbúðir og
bindi. Samkvæmt ráði héraðslæknisins fer stefnandi mí til Reykja-
víkur og gengur þar til ... nuddlæknis (sbr. vottorð hans). Hinn
12. ágúst 1950 vottar héraðslæknirinn á þessa leið um stefnanda:
„Gengur haltur við staf. Hreyfingar í hné í 90° horn. Hreyfing
í ökla um ca. 20°, eymsli báðum megin við ökla neðan til við liðinn.
Crus inferius með ödematös þrota. M. surae dreginn, en mjóileggur
gildari en hægra megin. Pastös bólga fram á fót, og eru þar enn kaun
vart gróin eftir sár þau, er hann fékk við slysið. Hægri fótur allgóð-
ur, og sér ekki á honum, en þreytist miklu fyrr í honum en áður,
enda fær hann bróðurpartinn af erfiði við göngu. Verk sitt, járn-
srníði með tilheyrandi stöðum, getur hann ekki stundað.“ Áðurgreind-
ur aðstoðarlæknir á handlæknisdeild Landspítalans vottar á þessa
leið hinn 6. september 1950:
„Brotið á vinstri legg greri mjög seint, svo að það varð að hafa
fótinn i gibsumbúðum meir en 6 mánuði. Mikill bjúgur sótti á fótinn
fyrst eftir að hann fór úr gibsumbúðunum, og voru því settar á hann
zinklímsumbúðir um tima, en nú getur hann komizt af með það að
vefja fótinn með venjulegum teygjubindum. Enn sækir þó nokkur
bjúgur á fótinn. J. hefur verið að smáfara fram undanfarna mánuði,
en kvartar þó um tilkenningu í öklanum við gang og að hann þreyt-
ist mjög fljótt bæði við gang og stöður. Hann treystir sér ekki til