Andvari - 01.01.1973, Síða 9
ANDVARI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
7
„Hvað vitum við, sem varla höfum á skólabekh setzt. Svona manni verða
vitaskuld allir vegir færir, bæði utanlands og innan, nema hann sé of
mikið prúðmenni.“
Þegar út var komið, staðnæmdumst við félagar, og síðan tíndust þá
til okkar þrír bekkjarbræður okkar. Það varð svo að ráði, að við færum
allir upp í kvistherbergið í Iðnó, sem ég leigði ásamt gömlum félaga mínum
að vestan, sem ekki hafði haft tækifæri til að fara og hlýða á fyrirlesturinn.
Svo voru þá hafnar umræður. Við vorum sammála urn, að fyrir-
lesturinn hefði verið vel saminn og fluttur og dómar fyrirlesarans sannir
og lausir við öfgar, og okkur bar einnig saman um, að fyrirlesturinn befði
verið mjög áhrifamikill, svo sem auðsætt hefði verið á hinum stóra áheyr-
endahóp. Þá óx okkur mjög í augum sá frami, sem Asgeir Ásgeirsson hafði
þegar hlotið, — hugsa sér, við sex aðeins frá sex og niður í tveim árum
yngri og allir í fjórða bekk Menntaskólans.
„Hann hefur nú eitthvað flotið á glæsimennskunni, og hennar naut
hann nú að nokkru leyti sem fyrirlesari," sagði annar sá elzti í hópnum.
„Auðvitað," sögðu þrír í einu.
En ég og piltur, sem hefur orðið hinn mesti merkismaður, þögðum
báðir nokkur andartök. Svo sagði þessi piltur:
„Glæsimennska getur líka spillt góðum mannsefnum."
Þessu hafði ég einmitt verið að velta fyrir mér, en sagði að svo búnu:
„Já, það gerir hún trúlega oftast nær, nema manninum sé eiginleg
jafnt innri sem ytri glæsimennska og hann hljóti uppeldi, sem efli mann-
dóm hans og víðsýni. Ég þekki ekkert ti'l Ásgeirs Ásgeirssonar, en bezt
gæti ég trúað því, að hann hafi átt eða eigi móður, sem nokkuð mikið sé
í spunnið, og ég hugsa, að hann hafi í bernsku og æsku haft náin kynni af
þjóðlegri menningu okkar, hafi lifað í nánu sambandi við íslenzka náttúru,
verið vaninn á vinnu strax í bernsku og síðan unnið að miklu leyti fyrir
sér á skólaárunum við ýmis störf og lært að virða og meta að verðleikum
það fólk, sem með honum hefur unnið."
„Mér heyrist þú vera að lýsa nokkuð nærri sanni þínu eigin upp-
eldi og aðstæðum," sagði sá eini af námsfélögum mínum frá Hrafns-
eyri, sem þarna var staddur.
„Já,“ svaraði ég, „og þess vegna mun mér hafa, að ég held, tekizt
að orða þetta nokkurn veginn skýrt og skipulega. En mig — og reyndar