Andvari - 01.01.1973, Side 20
18
GUÐMUNDUR GISLASON HAGALIN
ANDVARI
var það, að sumt af þessu fólki vakti kímnigáfu Ásgeirs, sem síðar reyndist
honum ævilangt gleðigjafi og raunar mörgum vinum hans og stuðnings-
mönnum, en einnig ýmist skjöldur eða lagvopn, sem dugðu honum svo vel,
að lítt varð hann sár, hvort sem til hans var beint beittum örvum og jafnvel
í eitri hertum eða að honum voru reiddar gaddakylfur.
Þá knýttust og foreldrar hans slíkum vináttuböndum við Álftnesinga,
að þau og börn þeirra voru þar vestra ávallt velkomin, til lengri eða skemmri
dvalar — og varð Ásgeiri Ásgeirssyni ekki sízt að því, þar eð hann dvaldist
þar fram um tvítugt öll sumur nema fimm, fyrst sem vikadrengur, en
síðan sem kaupamaður, og var ekki í kot vísað, þar sem var stórbýlið Knarr-
arnes. Þar bjó Ásgeir Bjarnason, Benediktssonar, bónda þar, og Þórdísar
Jónsdóttur hreppstjóra á Álftanesi Sigurðssonar hónda á Knarrarnesi. Kona
hans var Ragnheiður Helgadóttir bónda í Vogi Helgasonar. Þau Knarrar-
neshjón voru foreldrar Bjarna Ásgeirssonar, lengi alþingismanns Mýra-
manna, um skeið ráðherra og síðast sendiherra í Osló. Bjarni bjó í Knarrar-
nesi frá 1915 til 1921, en síðan lengi á Reykjum í Mosfelllssveit, og þar
dvöldust foreldrar hans hjá honurn til dánardægurs.
Eins og áður getur, vildi Jensína Björg efla börn sín að þreki, þori
og hreysti, meðal annars með sjóvolki, eftir því sem framast varð óhætt
talið, og áður en Asgeir fór til sumardvalar í Knarrarnesi 1903, fór hún
með hann til frænda síns, Páls sundkennara Erlingssonar. Hann bjó þá
enn austur á Skeiðum, en stundaði á hverju vori í tvo mánuði sundkennslu í
laugunum gömlu í Reykjavík. Enginn var skyldaður til að nema sund í
þann tíð, en margir urðu þó nemendur Páls, sem tók lágt kennslugjald,
en naut nokkurs styrks úr bæjarsjóði. Ásgeir hafði mikinn áhuga á sund-
náminu og varð á þrem vikum leikinn í þeim tegundum sunds, sem Páll
kenndi, en þær voru hliðarsund, brjóstsund og baksund. Undir lok náms-
ins var það dag nokkurn, að tveir mjög virðulegir borgarar bæjarins heirn-
sóttu Pál, og skauzt hann þá til Ásgeirs og bað hann lágróma að sýna nú
sem bezt, hvað hann gæti á sundi. Ásgeir synti síðan og kafaði svo sem
Páll lagið fyrir hann og dró ekki af sér, enda fann hann, að Páli var
mikið í mun, að honum tækist sem bezt. Hældu höfðingjarnir sund-
manninum og kvöddu ekki aðeins Pál með virktum, heldur létu svo lítið
að þakka nemanda hans og kveðja hann með vinsemd. Þá er þeir voru