Andvari - 01.01.1973, Síða 26
24
GUÐMUNDUR GISLASON HAGALIN
ANDVAHI
Ásgeirs, og henni þótti honum nú heldur en ekki hafa vaxið fiskur um
hrygg. Stakk hún upp á því við hann, að hann réðist kaupamaður í Möðru-
dal. Ásgeir hafði undanfarin þrjú sumur verið í Knarrarnesi, en nú hrá
hann á það ráð að láta að óskum Aðalbjargar. Það gat vissulega verið
forvitnilegt að kynnast búskaparháttum stórbónda, sem bjó um það bil
fimm hundruð metra yfir sjávarmáli og í þeim landshluta, sem fjærstur
er höfuðstaðnum. Nú þekkti hann til hlítar hætti og vandamál Mvra-
manna, hafði kynnzt högum og viðfangsefnum Mýrdælinga og náð þeim
þroska að gera sér nokkurn veginn glögga grein lyrir lífskjörum og af-
komuóvissu reykvískrar alþýðu. Svo átti þá vist hans eystra og einnig ferðirn-
ar þangað og þáðan að geta orðið honum lærdómsríkur áfangi á hrautinni til
sem víðtækastrar þekkingar á landinu og á þjóðinni, högum hennar og
þörfum í hyrjun aldar, sem hann þóttist þegar vita að verða mundi öld
róttækra breytinga.
Ásgeir var samskipa Aðalbjörgu til Vopnafjarðar. Þar var þá kominn
Stefán bóndi í Möðrudal með tvo karlmenn og hvorki fleiri né færri en
þrjátíu hesta undir reiðingi. Þeir áttu að vanda að fara með klyfjar sínar
í einum áfanga þá áttatíu kílómetra, sem voru á milli Möðrudals og Vopna-
fjarðar, en sú leið var talin átján tíma lestargangur. Þegar Stefán hafði lokið
margvíslegri úttekt sinni, fóru þau Aðalhjörg lausríðandi heim á leið
á víðkunnum gæðingum, sem háru þau hratt og þægilega yfir landið. En
hins vegar beið nú Ásgeirs að fá eftirminnilegan forsmekk þess, að ærið
torsóttir væru stórir sigrar í íslenzkri lífsbaráttu, þótt ekki væri við að
stríða hrim og boða.
Ásamt þeim Einari, ungum syni Stefáns, og Páli vinnumanni hans
frá Rjúpnafelli í Vopnafirði, skyldi Ásgeir sjá hinni miklu hirgðalest
borgið. Þeir félagar lögðu af stað að kvöldi dags, og hlakkaði Ásgeir til
ferðarinnar, en á hinum var nokkur áhyggjusvipur. Hestarnir voru mjög
misgamlir, sumir mjög lítið tamdir og allir nokkuð misjafnlega skapi
famir. Þá voru og baggarnir misgóðir viðfangs. Sumir voru til dæmis við-
ardrögur, aðrir smjörkvartél, sem fyllt höfðu verið að þessu sinni korn-
mat. Hestarnir voru reknir og rákust illa, og var það hlutverk Ásgeirs að
sjá um, að villingarnir yrðu ekki eftir, en kæmust á rétta leið, og komst
hann brátt að raun um, að það var enginn hægðarleikur, enda va*ð oft
stanz á rekstrinum, því að þeir Páll og Einar, sem áttu að sjá klyfjunum