Andvari - 01.01.1973, Qupperneq 37
ANDVARI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
35
Svíþjóð, bætti hann við sig einum námsvetri og legði þá einkum stund á
grísku. Ásgeiri þótti ekki hæfa að svara þessu vildarboði umsvifalaust neit-
andi. Þegar svo heim kom, ræddi hann málið við unnustu sína, og kom
þeim saman um að hafna boðinu. Manfred Björkquist var þennan vetur
að semja doktorsritgerð sína í heimspeki. Björkquisthjónin höfðu til reiðu
síðdegiskaffi einu sinni í viku handa öllurn, sem koma vildu. Þar kom
Ásgeir, og var þar gott tækifæri til að kynnast stúdentum og doktorum.
Lýðháskóli, sem Björkquist reisti og stjórnaði í Sigtúnum, varð vísir að
hinni margþættu fræðslu- og menningarstofnun, sem þar hefur nú lengi
starfað og er víðkunn orðin. Björkquist hefur oftar en einu sinni komið til
Islands og hefur aflað sér víðtækrar þekkingar á íslenzkri sögu og þjóð-
menningu. Ekki þarf neinum getum að því að leiða, að þessi fyrsta utan-
för Ásgeirs — og þá einkum dvöl hans í Uppsölum — hafi aukið honum
þekkingu og þroska, enda tengdi hún hann Svíþjóð og sænskri menningu
vináttuböndum, sem aldrei rofnuðu.
Upp úr því að kennslu lauk í Uppsölum, kom Ásgeir út til Islands,
fékk far á Islands Falk, sem danska stjórnin sendi með Jón forsætis-
ráðherra Magnússon, þar eð kafbátahernaður Þjóðverja var nú kominn
í algleyming og niður höfðu fallið ferðir farþega- og vöruflutningaskipa
frá Kaupmannahöfn til íslands, og hafði Ásgeir haft áhyggjur af því, hvernig
hann kæmist heim — og þá ekki síður unnusta hans. Varð með þeim
mikill fagnaðarfundur, þó að á hann bæri þann skugga, að nú skipaði
ekki Þórhallur Bjarnarson lengur húsbóndasætið í Laufási. Hann hafði
látizt 15. desember 1916.
Asgeir var nú orðinn tuttugu og þriggja ára og hefði getað fengið
vígslu, ef hann hefði sótt urn prestakall. En ástæður voru breyttar frá
arinu 1915. Allar nauðsynjar höfðu hækkað mjög í verði, en föst laun
ekki að sama skapi, og kom hjónaefnunum saman um, að eins og sakir
stæðu, væri frágangssök að koma sér upp búi í sveit. Töldu þau bæði
réttast, að Ásgeir reyndi að útvega sér um stundarsakir lífvænlegt starf
1 Reykjavík. Það tókst fljótlega. Gerðist hann starfsmaður Landsbanka
Islands, og var á orði haft, að ráðning hans mundi hafa verið það einasta,
sem hinurn virðulegu og virtu bankastjórum, Birni Kristjánssyni og Magnúsi
Sigurðssyni, hefði komið fyllilega saman um.
Þau Ásgeir og Dóra gengu síðan í hjónaband 3. október 1917, og