Andvari - 01.01.1973, Qupperneq 51
ANDVARI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
49
í alþingiskosningunum 1927 fjölgaði þingmönnum Framsóknarflolcks-
ins úr 15 í 19, og Alþýðutlokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna, Jón
Baldvinsson, Héðin Valdimarsson, Ilarald Guðmundsson og Erling Frið-
jónsson, en alls voru þingmenn í þennan tíma 42. Hinn skeleggi forvígis-
rnaður Framsóknarflokksins, Tryggvi Þórhallsson, myndaði stjórn, sem í
voru auk hans Jónas frá Hriflu og Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Fandsverzlunarinnar. Var Tryggvi sjálfur atvinnumálaráðherra, Jónas dóms-,
kirkju- og menntamálaráðherra og Magnús fjármálaráðherra. Hét Alþýðu-
flokkurinn stjórninni hlutleysi, en í rauninni naut ríkisstjórnin fyrstu
árin fullkomins stuðnings hans, enda kom hann nú fram mikilvægum
stefnumálum. Mikill styrr stóð um þessa stjórn og þá einkum um sitthvað
af gerðum Jónasar Jónssonar, sem var hugkvæmur og djarfur framkvæmda-
maður, en óþjáll og skapharður og sást ekki fyrir í áróðri gegn andstæðingum.
Með þeim Ásgeiri hafði aldrei tekizt náin samvinna, og ávallt geðjaðist
Asgeiri illa að áróðurs- og baráttuaðferðum Jónasar og hneigð hans til
ráðríkis, og var Ásgeir síður en svo einn um þetta í þingmannahópi flokksins.
Magnús Kristjánsson lézt haustið 1928, og varð Einar Árnason á Eyrar-
landi fjármálaráðherra í hans stað. Hann kunni mjög vel samstarfi við
forsætisráðherrann, en sá er þetta ritar veit með fullri vissu, að Einar undi
mjög illa ráðríki Jónasar Jónssonar og kom lítt við hann skapi, og vissulega
var þó Einar Árnason traustur flokksmaður og einn af fremstu forkólfum
samvinnustefnunnar.
Þegar á þing kom 1931, hafði breytzt allmikið afstaða Alþýðuflokksins
til ríkisstjórnarinnar. Hann var óánægður með viðhorf Framsóknar við
breytingum á kjördæmaskipuninni, og ennfremur hafði samkomulagið við
Jónas Jónsson stórurn versnað. Flokkurinn hafði svo rætt við nokkra ráða-
menn Sjálfstæðisflokksins nýja, sem stofnaður hafði verið 1929, og náð
samstöðu við þá um fjölgun þingmanna í Reykjavík og virkjun Sogsins til
úrbóta á fyrirsjáanlegum rafmagnsskorti i höfuðstaðnum.
Svo gerðist það, að þá er settur hafði verið fundur í Sameinuðu þingi
Þl þess að ræða vantraust á ríkisstjórnina, að forsætisráðherra kvaddi sér
bljóðs utan dagskrár og lýsti því yfir í lok ræðu sinnar, í umboði konungs,
að Alþingi væri rofið. Síðan vék Ásgeir Ásgeirsson úr forsetastóli.
Þessi viðbrögð forsætisráðherra og flokks hans komu eins og reiðar-
slag yfir andstæðingana, enda talin hvorki meira né minna en stjórnar-
4
L