Andvari - 01.01.1973, Síða 56
54
GUÐMUNDUR GÍSLASON IIAGALÍN
ANDVARI
nú yrði Ásgeir að velli lagftur og fulltrúi Framsóknar kosinn. En þannig
fór, aó Ásgeir hlaut 497 atkvæði, Gunnar Thoroddsen 411 og Jón Eyþórs-
son 255. Ásgeir var síðan þingmaður Vestur-Isfirðinga, unz hann var
kjörinn forseti íslands — eða alls í hartnær þrjá áratugi.
Margir hafa látið í Ijós undrun sína yfir hinu trausta fylgi, sem
Ásgeir reyndist hafa í kjördæmi sínu, hverjum sem á móti honum var
teflt og hvaða ráða sem til var gripið af andstæðingum hans um val á
frambjóðendum og um sókn á hendur honum. En eins og áður getur, var
Ásgeir afhrigðasnjallur á fundum og snjallastur, þegar mest lá við. Hann
kom og miklu til leiðar fyrir kjördæmi sitt í vega-, hafna-, vita- og atvinnu-
málum, og um landhelgisgæzlu lét hann sér mjög annt, svo sem áður er að
vikið. Utan funda talaði hann aldrei um stjórnmál við aðra en nokkra
trúnaðarmenn sína. Hins vegar kom hann á fjölda heimila í kjördæminu,
og stundum var frú Dóra með honum á ferðum hans. Eignuðust þau
hæði fjölda góðra og traustra vina, sem dáðu glæsileik þeirra og mannkosti.
Ásgeir leysti og ýmsan vanda fjölmargra Vestfirðinga, án tillitis til þess,
hvar í flokki þeir stóðu, en forðaðist jafnt í einkaviðtölum sem á fundum
að gefa loforð um annað en það, að gera eins og hann hezt gæti.
Þá var hann og slíkur mannþekkjari, að hann var glöggur á hvers konar
óheilindi. Þess varð sá vís, sem þetta ritar, að margur harður stjórnmála-
andstæðingur hans vestra naut þess að greiða honum atkvæði sem for-
seta, taldi sig þá ekki hundinn neinum flokksböndum.
Þegar Ásgeir lét af ráðherradómi, tók hann aftur við starfi fræðslu
málastjóra. Reyndist nú róðurinn í þeirn málum orðinn léttari en áður,
bæði um byggingu skólahúsa og bætta aðstöðu kennara. Skilningur á gildi
aukinnar fræðslu barna og unglinga hafði farið vaxandi, og var nú tekið
að vinna að byggingu heimavistarskóla handa börnum í sveitum, og einnig
var hlynnt að héraðsskólum, eftir því sem efni stóðu til. Gegndi nú Ás-
geir embætti fræðslumálastjóra í fjögur ár, en 3. nóvemher 1938 var
hann skipaður bankastjóri í Utvegsbankanum samkvæmt tilnefningu Ál-
þýðuflokksins, að Jóni Baldvinssyni látnum, en í bankanefnd hafði Ásgeir
verið kosinn árið áður. Hann hafði árið 1930 látið sig miklu skipta mál
Islandsbanka og stofnun Útvegsbankans á bans grunni, enda orðinn vel
fróður um bankastarfsemi, og vildu þá margir, að hann yrði kosinn í banka-
ráðið. En Ásgeir hafði ekki verið ginnkeyptur fyrir því, að íslandsbanki