Andvari - 01.01.1973, Qupperneq 57
ANDVARI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
55
væri gerður upp sem gjaldþrota fyrirtælíi, og þeim, sem höföu sótt það
mál af mestu kappi, tókst að hindra kosningu Ásgeirs í bankaráðiS.
Jón Baldvinsson féll frá á bezta skeiði aldurs síns, og var að honum
mikill mannskaði. Hann var óvenju vitur maður og vel skapi farinn, og hann
hafði ekki einungis reynzt ágætur sem flokksforingi og einn hinna merkustu
manna, er þá sátu á Alþingi, heldur einnig farsæll bankastjóri, sakir vits-
muna sinna og þekkingar á þörfum íslenzks atvinnulífs. Þótti Ásgeiri
vænt um það traust, sem Alþvðuflokkurinn sýndi honum, þá er hann valdi
hann einróma í sæti Tóns í Otvegshankanum.
Meðbankastjórar Asgeirs voru Helgi Guðmundsson frá Reykholti og
Valtvr Blöndal, áður lögfræðingur Landsbankans. Enn var atvinnuleysi
og fjármálakreppa, og Lítvegsbankinn barðist í bökkum. Rétt áður en heims-
styrjöldin síðari hófst, voru erfiðleikar bankans orðnir slíkir, að allir banka-
stjórarnir gengu á fund ríkisstjórnarinnar í samráði við bankaráðið og skýrðu
henni frá því, að ekki lægi annað fyrir en loka bankanum, ef ekki fengist
betri samvinna við Landsbankann sem seðlabanka. Ríkisstjórnin tók þre-
menningunum vel og taldi ótækt, að alrnenn bankastarfsemi væri á einni
hendi. Batnaði þá hagur Útvegsbankans, og brátt skall á hin mikla stvrjöld.
senr í sívaxandi mæli breytti högum þjóðarinnar. LTtflutningurinn fór til
Englands og verðlag hækkaði, en innflutningurinn varð svo til eingöngu frá
Bandaríkjunum. Bretar greiddu í pundum, og svo varð þá skortur á doll-
urum. Or þessum vanda varð að leysa.
Voru 1 reir Ásgeir Áspeirsson. Vilhjálmur Þór og Björn Ólafsson
heildsali skÍDaðir í nefnd til viðtals við stjórnina í Washington. Mættu
beir þar fyllstu velvijd, en samt drógust samningarnir mjög á langinn.
Málalokin urðu þó hin æskilegustu, þar eð Bandaríkin samþykktu, að ís-
lendingar fengju allan útflutning sinn til Bretlands greiddan í dollurum
eftir láns- og leigulögunum. Ásgeiri var það bæði til gagns og ánægju
' þessari ferð, að árið 1935 hafði hann farið til Bandaríkjanna og flutt
bar víða í háskólum og öðrum menningarstofnunum erindi um fsland, sögu
þess og menningu og framfarir síðustu áratuga, kynnzt mörgum ágætum
mönnum þar vestra og áttað sig á ýmsu því í viðhorfum og háttum, sem
er þar nokkuð á annan veg en í nágrannalöndum okkar. Á leiðinni heim
lenti nefndin í slíkurn sióhrakningum, að jafnvel þaulvönum yfirmönnum
skipsins. leizt illa á blikuna, þó að úr rættist.