Andvari - 01.01.1973, Side 63
ANDVAllI
NJÁLA MIÐALDAHELGISAGA
61
lagi, við höfum ekki eitt einasta orð, ekki hina minnstu bendingu, frá sagna-
höfundi sjálfum um það, hvað hann hafi ætlað sér með verki sínu. Og við
viturn ekki heldur neitt með vissu um það, hvernig íslenzkur almenningur
um 1300 brást við Njálu, eða öðrum sögum, hvernig hann dæmdi um persónur
sögunnar, mannkosti þeirra og örlög. Okkur nútímamönnum er að vísu mik-
ill fengur í að eiga Sturlunga sögu, einstakt verk í sinni röð og ómetanlega
heimild um fslendinga á tíma sagnaritunarinnar. En sú vitneskja, sem hún
veitir okkur um hugsunarhátt manna, er þrátt fyrir allt lrekar almenns eðlis
og lítið upp úr henni að hafa í þeim tilgangi, sem hér er um að ræða.
Þegar til kastanna kemur, verðurn við að treysta á textana sjálfa og
túlkanir okkar á þeim. Og þar rekumst við á alkunna erfiðleika, m. a. form-
legt hlutleysi og hlédrægni sagnahöfundanna í því að láta í Ijós persónulegar
skoðanir sínar og siðferðislega dóma um menn og athafnir. Það hefur að vísu
stundum verið gert of mikið úr þessu hlutleysi. En það er samt sem áður
staðreynd, sem ekki verður hjá kornizt. Hvers konar tilraunir til að draga úr því
virðast ósjaldan stafa af alvarlegum misskilningi á eðli sagnanna.
Að því er bezt verður séð, er hægt að greina milli þriggja formlegra teg-
unda siðferðisdóma í sögunum. í fyrsta lagi segir höfundurinn sjálfur okkur
deili á skaplyndi sögupersónu, venjulega þegar hún er fyrst kynnt fyrir okkur.
Þannig er sagt um Gunnar á EUíðarenda, um leið og hann hirtist á sviðinu,
að hann var „stilltur vel, vinfastur og vinavandur“ (53). En um Brynjólf
róstu, einn af ættingjum Hallgerðar, fáum við strax í upphafi þennan nei-
kvæða dóm: „Hann var illmenni mikið“ (100). í öðru lagi er ósjaldan vísað
til nokkurs konar almenningsálits: ,,Víg Gunnars mæltist illa fyrir um allar
sveitir" (191). f þriðja lagi láta auðvitað persónurnar sjálfar í ljós skoðanir
sínar á öðru fólki. „Af henni mun standa allt ið illa, er hún kemur austur
hingað“ (87), svarar Njáll, þegar Gunnar segir honum frá því, að hann ætli
að kvænast Hallgerði.
Þetta eru þá þrjár mismunandi aðferðir að tjá siðferðislega dóma. En til
þess að öðlast nokkurn veginn alhliða mynd af skapferli sögupersónu er að
sjálfsögðu ekki hægt að tína til einstaka ummæli á vúð og dreif og láta þar
við sitja. Við verðum að finna samhengið í mannlýsingunni allri, og við
verðum að sjá hina beinu siðferðislegu dóma um ákveðna sögupersónu í
sambandi við heildarhlutverk hennar. Slík athugasemd kann að virðast alltof
sjálfsögð. En mönnum hefur stundum einmitt Iiætt til þess að einangra
setningu eða málsgrein og gera of mikið úr henni einni á kostnað annarra.
Við ætturn ekki að líta eingöngu á allar skírskotanir til almenningsálitsins sem
persónulega skoðun höfundarins. Því síður má líta þannig á dóma sögupersón-