Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1973, Side 63

Andvari - 01.01.1973, Side 63
ANDVAllI NJÁLA MIÐALDAHELGISAGA 61 lagi, við höfum ekki eitt einasta orð, ekki hina minnstu bendingu, frá sagna- höfundi sjálfum um það, hvað hann hafi ætlað sér með verki sínu. Og við viturn ekki heldur neitt með vissu um það, hvernig íslenzkur almenningur um 1300 brást við Njálu, eða öðrum sögum, hvernig hann dæmdi um persónur sögunnar, mannkosti þeirra og örlög. Okkur nútímamönnum er að vísu mik- ill fengur í að eiga Sturlunga sögu, einstakt verk í sinni röð og ómetanlega heimild um fslendinga á tíma sagnaritunarinnar. En sú vitneskja, sem hún veitir okkur um hugsunarhátt manna, er þrátt fyrir allt lrekar almenns eðlis og lítið upp úr henni að hafa í þeim tilgangi, sem hér er um að ræða. Þegar til kastanna kemur, verðurn við að treysta á textana sjálfa og túlkanir okkar á þeim. Og þar rekumst við á alkunna erfiðleika, m. a. form- legt hlutleysi og hlédrægni sagnahöfundanna í því að láta í Ijós persónulegar skoðanir sínar og siðferðislega dóma um menn og athafnir. Það hefur að vísu stundum verið gert of mikið úr þessu hlutleysi. En það er samt sem áður staðreynd, sem ekki verður hjá kornizt. Hvers konar tilraunir til að draga úr því virðast ósjaldan stafa af alvarlegum misskilningi á eðli sagnanna. Að því er bezt verður séð, er hægt að greina milli þriggja formlegra teg- unda siðferðisdóma í sögunum. í fyrsta lagi segir höfundurinn sjálfur okkur deili á skaplyndi sögupersónu, venjulega þegar hún er fyrst kynnt fyrir okkur. Þannig er sagt um Gunnar á EUíðarenda, um leið og hann hirtist á sviðinu, að hann var „stilltur vel, vinfastur og vinavandur“ (53). En um Brynjólf róstu, einn af ættingjum Hallgerðar, fáum við strax í upphafi þennan nei- kvæða dóm: „Hann var illmenni mikið“ (100). í öðru lagi er ósjaldan vísað til nokkurs konar almenningsálits: ,,Víg Gunnars mæltist illa fyrir um allar sveitir" (191). f þriðja lagi láta auðvitað persónurnar sjálfar í ljós skoðanir sínar á öðru fólki. „Af henni mun standa allt ið illa, er hún kemur austur hingað“ (87), svarar Njáll, þegar Gunnar segir honum frá því, að hann ætli að kvænast Hallgerði. Þetta eru þá þrjár mismunandi aðferðir að tjá siðferðislega dóma. En til þess að öðlast nokkurn veginn alhliða mynd af skapferli sögupersónu er að sjálfsögðu ekki hægt að tína til einstaka ummæli á vúð og dreif og láta þar við sitja. Við verðum að finna samhengið í mannlýsingunni allri, og við verðum að sjá hina beinu siðferðislegu dóma um ákveðna sögupersónu í sambandi við heildarhlutverk hennar. Slík athugasemd kann að virðast alltof sjálfsögð. En mönnum hefur stundum einmitt Iiætt til þess að einangra setningu eða málsgrein og gera of mikið úr henni einni á kostnað annarra. Við ætturn ekki að líta eingöngu á allar skírskotanir til almenningsálitsins sem persónulega skoðun höfundarins. Því síður má líta þannig á dóma sögupersón-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.